laugardagur, nóvember 06, 2004
Æ, ég veit ekki alveg með hann Þórólf. Mér finnst eiginlega ekki sanngjarnt að hann sitji uppi með skömmina af þessu samráði og forstjórarnir sleppi. Af hverju að hengja litlu kallana? Ef maður er í þeirri stöðu að vinna einhvers staðar og yfirmennirnir eru að fremja lögbrot hvað gerir maður þá? Kærir þá til lögreglu, er rekinn með skít og skömm með það mannorð að maður sé ekki trygglyndur starfsmaður? Fær hvergi vinnu nema kannski að sætta sig við lægri status en maður er vanur og getur ekki boðið fjölskyldunni upp á það sama og venjulega. Eða, tekur maður þátt og leitar sér að annarri vinnu á meðan? Var það ekki það sem hann gerði? Ekki það að ég sé að verja borgarstjórann eitthvað sérstaklega, mér er nokk sama hver er borgarstjóri á meðan hann er vinstra megin við línuna. Mér finnst bara skrítið að það sé ráðist að Þórólfi úr öllum áttum en þjóðin minnkar ekkert viðskipti sín við glæpafyrirtækin. Er ekki einhver þversögn í þessu? Forstjórarnir sleppa, fyrirtækin sleppa en Þórólfi er slátrað. Það er pólitísk skítafýla af þessu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Alveg er ég sammála. Ég á eftir að sjá þá sem mest tala, hvort að þeir myndu í raun ganga gegn valdakerfi samfélagsins alls og kæra yfirmenn sína, ef þeir væru í þannig aðstöðu. Hætta á það að verða atvinnulausir og fá hvergi aðra vinnu. Kolkrabbinn var nú það öflugur hér í den, að það var ekki fyrir venjulegt fólk að ganga gegn honum.
SvaraEyðaÞar með er ég ekki að segja að Þórólfur sé saklaus. En mér finnst vanta að fjölmiðlar beini spjótum sínum að yfirmönnum olíufélaganna, þeim sem bera raunverulega ábyrgð á samráðinu. Af hverju er Eva Bergþóra ekki á skokki fyrir framan hús Kristins B. og Sólveigar? Af hverju króar Róbert Marshall Einar Ben, ekki af? Mér er spurn. (afsakið ræðuna). ;)
já, vitið þið, ég er líka alveg sammála þessu. Auðvitað á Þórólfur að taka sína ábyrgð, en hinir dillibossarnir eiga að sjálfsögðu mestu ábyrgðina; þá ætti hreinlega að dæma í fangelsi, að mínu mati.
SvaraEyðaHvað er þetta með fólk, enginn eða amk fáir hættir að kaupa annað en bensín á bensínstöðvunum, þrátt fyrir að allir séu eiturfúlir. Íslendingar kunna bara ekki þetta með neytendamótmæli. Ég tek frekar á mig krók inn í Kópavog heldur en að versla hjá glæpafélögunum.