Æ, maður er bara eitthvað slappur í dag. Spennufall eftir alla reiðina í gær og fyrradag. Það er samt gott að vera byrjuð að vinna, ég ætla hreint ekkert að neita því.
Ég ætla að láta fylgja hérna til gamans texta sem ég setti saman um það hvernig er að færast af yngsta stigi upp á miðstig. Það er engir stuðlar né höfuðstafir enda bara gert til gamans. Sungið við Lagið um það sem er bannað. (Ég mundi eftir þessu í dag af því að ég var að kenna 2. bekk tónmennt í forföllum og við sungum Lagið um það sem er bannað m.a.)
Miðstig
Það má ekki lengur skrifa rangt
ekki heldur hafa alltof langt.
Ekki fara í fýlu þótt einhver sé að spæla
ekki einu sinni fara að væla.
Það má ekki týna af trjánum lauf
jafnvel þótt þau séu alveg skrauf.
Ekki sækja bolta sem lenti úti í runna.
Ekki segja ,,kunti” heldur kunna.
Þetta kennaralið er svo skrítið
það er alltaf að skamma mann
þó maður geri ekki neitt
það er alltaf að skamma mann.
Það má ekki spegla tölustaf
og ekki heldur stinga bara af.
Leysa fullt af þrautum til að læra að reikna
ég sem vil bara læra að teikna.
Það má ekki hlaupa alltof hratt
og ekki heldur halla undir flatt.
Ekki bara troðast heldur ganga hægra megin
ekki gera svona heldur hinsegin
Viðlag.
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli