Maður er eitthvað tættur þessa dagana. Ég er búin að taka hvert trompkastið* á fætur öðru. Mín kommúníska taug varð særð svo illilega að ég hvessti mig talsvert við nemendur mína. Þau voru samt svo sæt við mig að taka það ekki alvarlegar en það að þau spurðu mig stríðnislega í næsta tíma hvort ég væri farin að anda aftur. Ég ætla ekki að skrifa um nemendur mína á þessum vettvangi en bekkurinn minn er samt æðislegur:)
Ég er líka búin að vera á arginu yfir vesalings skólastjórnendum síðastliðna þrjá daga. Ég veit samt ekki alveg af hverju, við erum eiginlega sammála. Ég ætla ekki heldur að tala um yfirmenn mína á þessum vettvangi en ég er nefnilega með alveg fína yfirmenn. Ég er bara talsvert ánægð í vinnunni. Held það sé bara eitthvað undirliggjandi stress í gangi. Er mjög hrædd um að það sé von á löngu verkfalli. Var verið að segja mér að Mannréttindadómstóllinn hefði snuprað ríkisstjórnina/Alþingi fyrir að setja lög á sjómannaverkfall. En við gefumst ekki upp!
Svo fórum við systur og litla frænka í Dýraríki að kaupa kattamat. Þar festumst við fyrir framan stórt fuglabúr og fylgdumst með 6 litlum fuglum troða sér sitt á hvað í litla rólu. Það var ekki pláss fyrir nema 5 svo einn þrýstist alltaf upp. Sá sem þrýstist upp settist ofan á hina og tróð sér niður þar til einhver annar þrýstist upp. Þetta fannst okkur ferlega fyndið og hlógum og flissuðum fyrir framan fuglabúrið í lengri tíma. Stundum þarf svo lítið til að gleðja mann.
*Vinsamlegast athugið að stundum er fært í stílinn for dramatic purposes.
föstudagur, nóvember 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli