Þetta er búið að vera ljóti dagurinn.
Fyrst var ég trakteruð á þvílíkum dónaskap að ég næ bara ekki upp í nefið á mér ég er svo sármóðguð. Og svo fékk ég alveg fáránlegar fréttir. Eðli málsins samkvæmt þá get ég ekki rætt það á opinberum vettvangi en í grófum dráttum snýst það um þetta:
Fólk fær góða hugmynd og maður gengur undir manns hönd til að hrinda henni í framkvæmd. Þetta kallar á að skriffinnskubáknið taki við sér. Svo loks þegar það er búið að ýta nógu mikið og hafa mjög mikið fyrir þessu þá sér báknið að það getur nýtt sér hugmyndina en ekki á þann hátt sem upphafsfólkið fór af stað með. Upphaflegu hugmyndinni er bara ýtt út af borðinu og fólkið sem er búið að vinna í þessu situr eftir með sárt ennið.

Og til að kóróna allt saman þá vann fíflið hann Bush! Hvað er að þessum Könum?

Ummæli

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir