föstudagur, nóvember 05, 2004
Brunaði í BT strax eftir vinnu til að fjárfesta í Shrek 2 ,,strax í dag". Þegar á staðinn er komið sé ég að myndin kostar ca. 2.700,- Ég er ekki alveg nógu ánægð með það þar sem Troy kostaði ekki nema ca. 1.700,- Læt mig nú samt hafa það enda búin að fá útborgað:) Fer svo að athuga hvort Live Aid DVD diskurinn sé kominn því fyrst var talað um 1. nóv. (Sé núna að hann á ekki að koma fyrr en 16.) Fer og spyr einhvern kornungan starfsdreng hvort læfeid sé ekki komið. Hann starir á mig eins og hann hafi bara aldrei heyrt þetta áður. (Sem hann hefur væntanlega ekki gert.) Svo ég bæti því við að ég sé nú bara búin að bíða í 20 ár. Hann fær enn þá meira goose-look á andlitið en segist ætla að fletta þessu upp fyrir mig. Virðist samt halda að þetta sé vive eitthvað sem ég leiðrétti auðvitað snarlega enda vaskur kennari. Hann kemur aftur og segir að ,,þetta" (einn stærsti viðburður tónlistarsögunnar, þetta unga fólk! Fussum svei!) sé ekki komið inn enn. Ég þakka pent fyrir upplýsingarnar og lyfti Shrek og spyr hvort það sé ekkert verðstríð við Elko núna. Andlitið lýsir því að jú, ljósin eru kveikt en það er enginn heima. En svo kemur að það hafi verið hægt að fá tösku en þær gætu verið búnar. Ég þakka kærlega fyrir þetta líflega spjall og fer á kassann. Heimta að sjálfsögðu tösku en þær voru víst búnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli