Þá er prófunum lokið hjá krökkunum og komið að mér að munda rauða pennann. Einkunnaafhending á föstudaginn, ég verð að fara að koma mér að verki.
Það er nú meira kæruleysið í þessu liði. Sat yfir í prófi og þurfti í alvöru að segja fólki að vera ekki að tala saman. Svo er ég orðin forpokuð líka. ,,Snúðu þér fram! Taktu lappirnar af borðinu! Sittu eins og manneskja!" Good grief, af hverju verður maður svona? Ég sem er ófær um að hafa lappirnar á gólfinu í sitjandi stöðu. Og ,,Sittu eins og manneskja" hvaða steypa er nú það?

Ú, ú. Fékk faðmlag í dag! Helvíti var það hyggelig.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista