Var eitthvað að myndast við jólaundirbúning um helgina. Klöngraðist yfir staflann á skrifborðinu til að setja rauða ljósaseríu í stofugluggann. Var í hvítum stuttermabol og ljósgráum joggingbuxum og klesstist þarna út í rúðuna nágrönnum mínum til ánægju og yndisauka. "The white blob strikes again!!!"
Það er samt alltaf sama sagan, ég fer í bullandi jólaskap í byrjun desember og svo er það gengið yfir loksins þegar jólin koma. Grunar að það hafi eitthvað með það að gera að jólin séu hátið barnanna og ég á engin. (Grátur og gnístran tanna!!!) Enn eitt árið liðið argandi áminning um stanslausa framrás tímans.
Fór til tannlæknis í gær út af krónísku tönninni sem er búin að gera mér lífið leitt síðastliðin 12 ár. Það er tæpur helmingur eftir af henni og ég er alltaf að brjóta úr mér fyllinguna. It's a hard work being a tooth in my mouth. Hitti þó nokkrar fyllibyttur í strætó og niðri á Hlemmi. Ég hélt að það væri búið að hreinsa þær af götum borgarinnar en þarna spruttu þær fram klukkan 2 að degi til eins og ekkert væri. Ætli að það sé jólaandinn sem laðar þær út úr fylgsnum sínum eða jólaandinn sem fær þær til að detta í það? Maður er jú svo áþreifanlega minntur á einstæðingsskap sinn á þessum tíma. Er þetta ekki helv... fín afsökun til að detta í það?
Líður miklu verr eftir tannlæknaheimsóknina en fyrir. Mér finnst ægilega vont að láta deyfa mig, þegar það er verið að stinga þessari groddanál inn í góminn á manni. Svo ég var deyfð fyrir deyfingu. Er hægt að vera meiri aumingi? Efast um það. Holdið var farið að hjúfra sig upp að tannbrotinu í mestu makindum og það þurfti auðvitað að ryðja því frá. Ái...
miðvikudagur, desember 04, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli