Æ,æ,æ, svona yndislegt veður og enn langt í fríið. M.a.s. fullt af vinnu eftir. Erlingur getur haft það gott og slappað af en við grunnskólakennararnir eigum alla prófatörnina eftir. Yfirferð prófa getur verið ansi strembin vinnulota. Ég vona að Hugskot haldi ekki að þessi langi skólatími sé eitthvað sem við kennarnir viljum því það er alrangt. Ég veit að ég er á móti þessu og veit ekki um einn einasta kennara sem er hlynntur þessu. Og með fullri virðingu fyrir börnum landsins þá er það strembin vinna að vera innan um 25 börn allan daginn. Þau eru lífleg. Mjööög lífleg. Ég get alveg lofað ykkur því að á hverju einastu kennarastofu landsins eru örmagna kennarar að skreiðast áfram á seinustu bensíndropunum. Og já, það er kjarabarátta í gangi. Ég er á skítalaunum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir