Ég er almennt ekki mjög hrifin af sænskri sálfræði og hópefli sem er nýjasta hittið í væmna geiranum er ekki á topp tíu listanum mínum. Engu að síður tókst yfirmönnunum að fá góða hugmynd sem felst í því að rúnta út fyrir bæinn og skoða eitthvað skemmtilegt. Í fyrra fórum við í Reykholt þar sem séra Geir Waage lóðsaði okkur um og var bara þrusu gaman. Í dag fórum við svo á Njáluslóðir. Að vísu hafði ég séð fyrir mér alvöru túrinn þar sem maður gengi um í alla vega tvo tíma og skoðaði þetta allt saman nákvæmlega. Það var nú ekki raunin enda sagði common sense að það var ekki tími til þess. En gamli bóndinn sem guide-aði var ágætur og bara mjög gaman. Ég er alveg ákveðin í því núna að lesa Njálu aftur, las hana síðast í menntó, og fara svo alvöru túr næsta sumar. En ég ætla mér svo sem oft einhver ósköp.

Munaði litlu að þessi færsla yrði á arabísku þar sem mér tókst að þvæla puttunum á mér í eitthvað. ?? ??? ????? ??? /?? ?????? ???? ?? ???? /??.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir