þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Dálítið merkilegt að heyra það í fréttunum að Menntamálaráðuneytið er að vinna í því að bæta nemendum upp kennslu sem þeir misstu í verkfallinu. Í gær var menntamálaráðherra búinn að ræða þetta við sveitastjórnirnar. Þetta hefur að vísu ekkert verið rætt við kennara. Ætla Þorgerður Katrín og Stefán Jón að sinna þessu sjálf eða á að smella smá nauðungarvinnuákvæði við refsingarlögin?
Ég hlustaði á kennara í útvarpinu um daginn sem ég held að heiti Birna. Þar sagði hún að hún skuldaði þessari þjóð ekki neitt. Ég tek undir það. Ég skulda þessari þjóð ekki neitt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...