Eðalkerran Ford Orion '87 er með ákveðnar sérþarfir. Þá helsta að verða bráðnauðsynlega að vera með svolítið bensín í skrokknum, sérstaklega þegar það er mikið frost. Í gær var bensínstriið komið ansi neðarlega þegar ég var að renna í vinnu um áttaleytið. Þegar ég er á Breiðholtsbrautinni , rétt komin framhjá ljósunum við Sprengisand, drepur drossían á sér. Sem betur fer var ég vinstra megin og gat rúllað upp á umferðareyju. Gat ekki fyrir mitt litla líf munað símanúmer á leigubílastöð en giskaði á eitthvað og hringdi í vitlaust númer. Þá ákveð ég að vekja litlu systur í útkall. Hún bað um smá séns, ætlaði að koma og hjálpa mér með bílinn en gaf ér upp símanúmer á leigabílastöð svo ég gæti komið mér upp í skóla. Ég hringi í 588-5522 og bið um bíl. Þegar ég er búin að því ákveð ég að prófa að starta bílnum og hann flýgur í gang. Svo ég hringi aftur og afpanta bílinn. Set svo í gír og bíllinn drepur á sér. Þá hringi ég aftur og panta aftur bíl. Fer út og stilli mér upp. Þá stoppar bíll með samstarfskonu minni innanborðs og býður mér far. Svo ég hringi aftur og afpanta aftur. Og þá skellti konan á mig! Ég er svo aldeilis bit.

Ummæli

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista