laugardagur, febrúar 26, 2005
Við erum að fara í kennimyndir sagna og orsakasagnir. Af annarri kennimynd sterkra sagna verða til orsakasagnir með veikri beyggingi. Við vorum að tala um sögnina að sleppa. sleppa-slapp-sluppum-sloppið og af annarri kennimynd -slapp- verður til orsakasögnin að sleppa! Sem sagt veika sögnin sleppa-sleppti-sleppt. (Af því að a verður e með i-hljóðvarpi.) Þegar maður er búinn að vera mikið í málfræði þá renna hlutirnir svolítið saman svo ég þurfti að útskýra aðeins muninn á þessum sögnum. Ég tek hlaupaatriði í slow-motion og segi: ,,Já, fyrst er það að sleppa eins og að sleppa úr fangelsi." Og þá segir einhver nemandi minn: ,,Þú meinar eins og þegar þú slappst af hælinu?" Dáldið gott.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...

-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Er Whitney Houston þema í Idolinu næsta föstudag? Mér heyrist það á öllu svona ,,handan við vegginn." Ég er að reyna að vera afskaplega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli