Þá er páfinn dáinn. Ég held að þessi páfi hafi verið nokkuð góður. Ferðaðist víða og boðaði náungakærleik og barðist gegn fátækt. Engu að síður þá er ekki hægt að tala um páfatíð hans án þess að nefna líka fordæmingu hans á getnaðarvörnum. Ég veit það vel að katólska kirkjan er á móti getnaðarvörnum og hefur verið afar lengi en hefðin afsakar ekki neitt. Jörðin er löngu uppfyllt og kirkjan verður bara að bregðast við breyttum aðstæðum. Fólksfjölgun og fátækt fer saman og það er siðferðilega rangt að ,,banna" eða tala gegn notkun getnaðarvarna í fátækum löndum. Það má vera að notkun getnaðarvarna sé smámál eins og Ólafur Torfason vildi meina í Silfrinu áðan en ég er algjörlega ósammála því. Tímaskekkjan er þvílík og málið í raun það alvarlegt að þetta er langstærsta málið. Ég vona að nýr páfi átti sig á því.

Ég man þegar Jóhannes Páll II tók við og hann hefur fylgt mér í heiminum. Ég finn dálítð til þess persónulega að tíminn líður ef einhver skilur hvað ég meina. Mín sokkabandsár voru á níunda áratugnum og það fólk sem var áberandi þá er dáið, deyjandi eða afgamalt. Eða eitthvað að rembast. Ætti ég að skella mér á Duran Duran?

Ummæli

  1. Komdu endilega á Duran Duran tónleikana. Ég fer pottþétt, hvað sem það kostar.

    Veistu nokkuð hverjir selja Miðana?

    SvaraEyða
  2. Ég er nú reyndar Wham-ari! :) En ég er nú samt að hugsa um að gleyma gömlum væringum og rifja upp eightiesið. Nei, ég get ekki fundið miðasöluna.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir