Yfirleitt eyði ég helgunum í leti en nú hef ég bara verið nokkuð virk undanfarnar helgar. Ætli það sé ekki bara að koma vorhugur í mann? Fór með kortið mitt í Ikea í gær og straujaði það vel. Fékk svo systur mínar í útkall í dag til að setja húsgagnið saman. Ég var mjög dugleg að fylgjast með þeim, það verður ekki af mér skafið.
Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta áfengismál. Er samt frekar á því að það eigi að leyfa að selja í matvöruverslunum. Að vísu var ungi maðurinn í sjónvarpinu með ágætis rök á móti. Veit ekki alveg.
Gæti ekki verið meira sama um þennan formannsslag í Samfylkingunni.
sunnudagur, apríl 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...

-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Er það hrikalega fordómafullt af mér ef ég segi að ég sé að missa umburðarlyndið með umburðarlyndinu? Ég var nefnilega að horfa á fréttirnar...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli