Fór í Kolaportið og tókst vissulega að eyða peningum. Á nú rosa flottan bol með Janis Joplin sem og fleirum. Ég hef ekki farið í Kolaportið síðan Guð má vita hvenær og fannst bara gaman. Fann samt ekki Rain Man þótt ég hafi leitað.
Ég er að reyna að taka eitthvað til í íbúðinni minni og þvo þvott en húsverk hafa aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Undanfarið hef ég unnið talsvert, verið með aukatíma um helgar og á frídögum og það er bara ósköp einfaldlega farið að slá í mig. Hvítu hárin mín eru m.a.s. að verða sýnileg. Ég var búin að lofa sjálfri mér að klippa mig stutt þegar þetta yrði áberandi en er eitthvað beggja blands núna. Er hvítt, sítt hár ekki bara kúl? Svo get ég sett það í fléttu og fengið mér peysuföt. Oh, mig langar í peysuföt!
mánudagur, maí 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...

-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Er það hrikalega fordómafullt af mér ef ég segi að ég sé að missa umburðarlyndið með umburðarlyndinu? Ég var nefnilega að horfa á fréttirnar...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli