Einhverra hluta vegna kom til tals viðgerðin á bílnum inni í bekk. (Já, ég veit. Ég kjafta bara og kjafta.) Við erum að tala um samsæri borgarinnar, bifvélavirkja og tryggingarfélaga þegar skiltið réðst á mig algjörlega óforvarandis. Ég verð enn þá reið þegar ég hugsa um það og missti mig í tímanum.* Alla vega, skiltið. Systir mín keyrir reglulega um þessi gatnamót og segir mér að margoft hafi verið keyrt á skiltið eftir að ég varð fyrir barðinu á því. Nú er svo komið að það er búið að setja algjört mini-skilti og það er samt búið að keyra á það! Ég lít þannig á að ógagnið með þessu skilti hafi verið meira en gagnið og að borgaryfirvöld eða vegagerðin eða hvaða glæpasamtök sem það voru sem settu þessa gildru hafi get það að illa grunduðu máli og/eða algjörum kvikindisskap sbr. áðurnefnt samsæri. Því hef ég hugsað mér að höfða mál á hendur þessu fólki og krefjast endurgreiðslu viðgerðarkostnaðar og svo multimilljón króna miskabóta vegna andlegs álags.
*Ýkjur eru stundum ástundaðar til áherslu.
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...

-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Er það hrikalega fordómafullt af mér ef ég segi að ég sé að missa umburðarlyndið með umburðarlyndinu? Ég var nefnilega að horfa á fréttirnar...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli