föstudagur, desember 30, 2005

Fór í ,,saumó" áðan og skemmti mér vel. Alltaf gaman að hitta stelpurnar úr gaggó. Mér finnst það jafnvel skemmtilegra eftir því sem árin líða. ,,Gvöð, manstu...?"
Slasaði mig aftur á þumalfingri á bílflautunni. Hún er gölluð. Það var svínað fyrir mig og ég ætlaði bara svona rétt að bíba á hann, meira af prinsipp ástæðum en því að þetta færi eitthvað í taugarnar á mér. Stórslösuð alveg. Svo svínaði ég sjálf fyrir annan bíl, hann lenti svona gjörsamlega í blinda blettinum hjá mér. Hálf miður mín yfir því. Hrikalegt að klikka á svona grundvallaratriðum.
Áramótin trufla mig ekkert. Mín upplifun er sú að lífið verði betra með hverju árinu sem líður. Svo á það náttla eftir að koma í ljós:)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...