Við kennararnir brugðum okkur á jólahlaðborð á Narfastöðum í gær. Það kostaði 3.800,- sem mér fannst dálítið dýrt en mér skilst að þetta sé ca. verðið ef ekki dýrara á jólahlaðborðum. Hins vegar var þetta fullkomlega þess virði því það var allt gott. Alveg sama hvar mig bar niður, allt var gott. Grafna kindakjötið dásamlegt, hamborgarahryggurinn nákvæmlega réttur, bráðnaði í munninum á manni. Hrásalatið, eftirréttirnir, allt saman gott. Ég borðaði of mikið kjöt og fékk kjötsvima. Heyrði þetta orð í fyrsta skipti hérna fyrir norðan en það nær þessari líðan algjörlega. Ég var bílstjóri og hér kyngdi niður snjó í gær með vindi sem þeytti honum beint á rúðuna hjá manni. Kynntist norðlensku ökufæri fyrir alvöru í gær þegar ég ók óskafna götu í kolniðamyrki og sá ekkert nema snjó. Sem betur fer tók einn farþeginn að sér að vera aðstoðarbílstjóri. Þekkir veginn nákvæmlega og sagði fyrir um allar beygjur. ,,Svo bara að halda sig á milli stikanna og þá er þetta allt í lagi.”

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir