Eiffel turninn - Galleri Lafayette
Föstudagur 17. júní. Dagur II
Morgunmatur var auðvitað innifalinn á hótelinu og samanstóð af croissant, hvítu rúnnstykki, marmelaði og svoleiðis. Sem og auðvitað kaffi. Það var reyndar dálítið mismunandi hvað var í boði eftir því hver var á vakt og hvernig skapi viðkomandi var. Ein stúlkan lét biðja um allt. það vantaði mjólk og maður fór og bað um hana þá var hún með fulla könnu fyrir innan deskinn. sama með djúsið. Osturinn var ,,fini" rétt rúmlega níu og svo leit hún á klukkan með dramatískum hætti. Morgunmaturinn var samt til hálftíu.
Við ákváðum að fara í Eiffel turninn, tákn Parísar, enda litla frænka mjög spennt. Sem betur fer rákumst við ekki á Tom Cruise og Katie Holmes, ef það er ekki leiðinlegasta par kvikmyndasögunnar þá veit ég ekki hvað. En hann mun víst hafa poppað spurningunni þarna uppi. Ég hef aldrei þolað þessa stúlku og hann er einhvern veginn að umturnast í eitthvað óþolandi. Kannski það að hann er enn að gera út á þennan boyish charm sem er bara creepy þegar fólk er komið á fimmtugsaldur.
Það var talsverð biðröð en það er bara eins og gengur. Held að aðrar þjóðir þoli biðraðir betur heldur en Íslendingar. Sennilega smákóngablóðið.
Stærri litla frænka er kannski ekki mjög spennt þarna í biðröðinni en hún hafði líka áhyggjur af að verða lofthrædd. Það var auðvitað ekkert hlustað á það:)
Við litla frænka vorum mjög spenntar yfir ferðalaginu þótt ég hafi reyndar farið upp áður og það var að sjálfsögðu ákveðið að fara á toppinn. Ég tróð mér við glugga í lyftunni svo ég sæi nú örugglega sem best. En svo þegar við fórum að lyftast æ hærra þá mundi ég það allt í einu að ég er frekar lofthrædd. Sem betur fer var skipt um lyftu á miðri leið og við fengum gluggalausa lyftu. Veit ekki alveg hvernig annars gefði farið. Ég hefði kannski fríkað út og byrjað að öskra, eða liðið yfir mig eða... Alla vega. Ég komst upp skammarlaust með smá brauðfætur. Útsýnið þarna uppi er alveg sjúklegt.
Ég veit að það eru til milljón myndir af því en what the heck, ég bæti einni við.
Litla frænka var mjög ánægð með þetta og skoðaði sig vel um. Stærri litla frænka var nú fljót að jafna sig líka og ég held hún hafi nú verið ánægð með það eftir a að hafa farið upp.
Hérna eru þær eftir himnaförina með tívolítækið í baksýn.
Eftir þetta var kominn tími á hádegismat og við settumst inn á ja, bara eitthvert kaffihús. Það er alveg magnað að geta sest inn eiginlega hvar sem er og fengið góðan mat. Við vorum samt mest í salati því matarlystin minnkar eitthvað í svona hita. (Ekki að það hafi svo sést á vigtinni við heimkomu. Nei, auðvitað ekki. Uhh...)
Svo var farið í Galleri Lafayette sem er víst eitthvað ægilega fínt tískuhús. Ég hef reyndar aldrei verið spennt fyrir merkjavöru og fannst þetta bara eitthvað uppprumpað og snobbað ógeð. Enda fékk ég bara að setjast niður og bíða. Íburðurinn er rosalegur, innréttingarnar gylltar. Afgreiðslufólkið dónalegt og stórt upp a sig. Þú vinnur í búð, fíbblið þitt! En verðið! Guð minn góður! Ókey, ég skil tilganginn með skóm. En að borga fjörtíu þúsund fyrir skó. Ekki alveg að fatta það. 3000 evrur fyrir kjól. You just got to be kidding me. Það má vera að hóflegu kennaralaunin spili eitthvað inn í þessa skoðun mína og ég myndi kaupa eitthvað þarna ef ég væri rík kerling en ekki bara comfotably well off eins og Daffy Duck. En ég held samt ekki. Ég held að merkjasnobb sé bara eitthvað rugl. Ég fatta vönduð föt og klæðskerasaumuð föt og vandaða, góða vöru. En 200 evrur fyrir tösku úr bómull og plasti það er náttúrulega bara tómt rugl. Það var keypt eitt pils og eitt póstkort þarna. Pilsið var á ágætu verði en póstkortið var dýrt!
laugardagur, júní 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
uuu, hvað meinarðu, að sjálfsögðu? við uppgötvuðum við lok ferðar hjá okkur að fjárans morgunmaturinn var hreint ekki innifalinn í hótleverðinu og við þurftum að borga sætabrauðið og kaffið (hreint ekki boðið upp á croissant með osti eða appelsínusafa) dýrum dómum alla ferðina - hefðum mun frekar viljað fara bara út og fá okkur bagettu með skinku og osti og grænmeti fyrir miklu minni peninga.
SvaraEyðaEr annars eitthvað að auminga Kaite? Ég vil meina að Krúsinn se sikk viðbjoður í Vísindakirkjunni, Keití greyið er bara mun yngri og hrífst af þessu stóra nafni og fríða smetti.
en alltaf gaman í París. Hafið þið rekist á Parísardömuna?
katie - ekki kaite, auðvitað...
SvaraEyðaÚpps, ég hélt það væri vaninn að morgunmatur væri innifalinn. Við vorum sem betur fer ekkert rukkaðar enda hefði ég þá miklu frekar bara viljað fara út og kaupa eitthvað eins og þú.
SvaraEyðaÆ, Katie greyið hefur alltaf farið í taugarnar á mér, alveg frá því hún var í Dawson's Creek. Suma leikara fílar maður bara og aðra ekki. En Cruisinn er að verða eitthvað ógeðfelldur. Sástu hvernig hann hélt í hárið á henni á myndinni?
Hitti hvorki Parísardömuna né Uppglenning. Bara á vefnum.