miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Brugðum okkur í vettvangsferð í dag, litli bekkurinn minn og ég. Vorum frekar hugmyndasnauð og enduðum aftur á Húsavík. Þar áttum við líka eftir óskoðað safn. Hið íslenska reðasafn nefnilega. Krakkarnir voru ægilega spenntir fyrir þessu en svo endaði það á því að ég og starfsmaðurinn lentum i miklum umræðum við safnstjórann um reðurbein og tilgang þeirra. Við skemmtum okkur alla vega vel. Svo fórum við aftur á Sölku að borða þar sem Gamla Bauk þóknaðist ekki að svara símhringingum. Það var í góðu lagi, pizzurnar eru mjög góðar. Svo er þetta líka sami rekstararaðilinn.

2 ummæli:

  1. Hvernig beygist reður? Mín málkennd vill hafa það "reðrasafn".
    Annars væri kannski best að leysa þetta með því að kalla það tippasafn.

    SvaraEyða
  2. Þú segir nokkuð. Ég er alls ekki viss hvernig fleirtalan er. Ég fann þetta ekki á ja.is því ég leitaði alltaf að Hinu íslenska reðursafni.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...