mánudagur, febrúar 06, 2006

Á Þorrablótinu var dreginn til mín ungur maður sem mörgum finnst henta mér. Hann var að vinna og varð hálfvandræðalegur og hlýddi dragandanum (nýyrðasmíð) ekki í því að bjóða mér upp. Vegna ákveðinna og ónefndra vonbrigða leitaði ég drenginn uppi og bauð honum upp. Hann þáði það alveg með þökkum, brosandi og sætur og dönsuðum við alveg slatta. Þetta virkar mjög indæll maður og allir segja að hann sé mjög ljúfur og góður. Ég hef alltaf verið svag fyrir ljúfum og góðum mönnum. Hann er í karlakórnum og nú stefni ég á að verða rótari hjá karlakórnum. Það er líka mega-kúl að vera rótari!

1 ummæli:

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...