Í Reykjavíkurferðinni...

...var það auðvitað Nappi litli sem átti hug minn og hjarta eins og ungviði einu er lagið. Snotra var ekkert hrifin en ég sinnti nú ,,móðurskyldunum” við hana eins og mér var frekast unnt. Reyndar fékk ég frekar leiðinlegt og langvinnt ofnæmistilfelli sem gerði mér örðugt um vik. Vegna heilsuræktarátaks á heimilinu er fiskur oft á borðum sem hefur þá hliarverkun í för með sér að Snotra er að hlaupa í spik. Hún er orðin lítil 4,6 kíló!
En alla vega. Nappi litli er leikglaður mjög en var svo farinn að verða eitthvað eirðarlaus. Hann tók eftir því að hinir kettirnir hurfu reglulega út um eitthvert gat á svalahurðinni og birtust svo aftur eftir einhvern tíma. Svo var orðið hlýtt úti og erfitt að hafa alltaf lokað svo það hengt ól á litla og svalahurðin opnuð og sett fyrir kattastigann. Það sem gaurnum fannst gaman. Gat verið úti á svölum og verið í eltingaleik við ólina sína og hlaupið inn. Og hlaupið inn. Og hlaupið út. Og hlaupið inn. Og ... You get the picture. Daginn eftir var litli gæinn búinn að fatta kattalúguna. A-ha! Þá var ekki annað í stöðunni en hengja aftur á hann ólina og hleypa honum að kattastiganum. Hann var frekar nervös gagnvart honum og þorði ekki niður.
Lille Put fer út í heim
Ekki fyrr en hann sá elsku Dúlla stóra bróður niðri en þá lét hann sig hafa það. Hann þorði nú samt ekki mjög langt svona fyrsta kastið og hélt sig nálægt stiganum. Bara svona just in case. En núna er litli strákurinn að vera stór. Kominn með ól og byrjaður að fara út.
Af öðrum ,,börnum” er það að frétta að ólétti táningurinn hún Ísold er ekkert að verða léttari.
Teenage Pregnancy
Er samt komin á steypirinn og orðin ægilega skapill, þreytt og pirruð á þessu. Sennilega heldur hún í sér þar sem hún fær ekki frið. Alltaf verið að athuga með hana. Þetta er fjögurra vetra tryppi sem tókst á einhvern undarlegan hátt að verða fylfull. Umgekkst ekkert nema ungabörn og geldinga fyrir ári síðan svo allir eru mjög hvumsa á þessu. Að vísu var einn geldingurinn grunsamlega fjörugur... Svo nú er bara beðið eftir nýrri böddu. Svo kemur í ljós á litafarinu hver verður krafinn meðlags.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir