Samstarfsmaður minn var að hræða mig með því að hann hefði fundið bloggið mitt. Ég er ekki alveg sannfærð en sé samt fram á að þurfa að ritskoða framvegis og gæta tungu minnar. (Damn you! Damn you to hell!)
Fór á tónleika í gær með Braveheart (hugaða piparsveininum). Það var mjög gaman. Nú ætla ég ekki að segja meira. Bæði vegna samstarfsmannsins og þess að þótt ég lifi mínu lífi í beinni þá get ég ekki sett annað fólk í þá stöðu.
Ég á að hafa enskupróf á morgun. Ætli það sé ekki best að fara að búa það til.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista