Í dag, 24.maí, gerðist það í fyrsta skipti i ,,vetur" að ég komst ekki til vinnu vegna ófærðar. Þau hringdu í mig af meðferðarheimilinu í gærkvöldi og sögðu það algerlega glórulaust að reyna að komast þetta. Einn starfsmaðurinn hafði að vísu brotist í gegn á pick-up en það hafði verið erfitt. Þetta er náttúrulega bara út í hött. Skólabílarnir komust samt í skólann seint og um síðir og eyddi ég deginum þar. Hékk ekki aðgerðalaus heima sem sagt.
Það var lóa búin að koma sér fyrir í garðinum hjá mér sem mér fannst auðvitað voða huggulegt og núna hef ég stórkostlegar áhyggjur af henni. Snjórinn nær nánast upp á glugga. Ég sé samt glitta í grillið. Það er komið út. Það er sumar!
miðvikudagur, maí 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli