Ennþá er skref til ógæfunnar stigið,
engin er hugsun, framtíðar um haginn.
Hér verður ekki dýpra í svaðið sigið,
en sýndu Þingeyingar göngudaginn.
Eitt sinn var ,,þingeyskt", tákn hins hreina og heiða,
hugsjónabanki menningar og frama.
Nú ættlerar hratt til úrkynjunar skeiða,
auðhringa þýin, byggð sinni til ama.
Það er grátlega sárt og segist vart með orðum,
þau svik við okkar arfleifð hjartað stingur.
Nú skeður það, sem skeði aldrei forðum,
að skammast sín að vera Þingeyingur.
Þorfinnur á Ingveldarstöðum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Heyr, heyr!
SvaraEyða