Ég hef aldrei verið mjög áfjáð í það að bera ósigra mína á torg en það urðu lyktir málsins. Ég var mjög einfaldlega svínbeygð.
Skv. túlkun hreppsins, sem ku koma frá lögfræðingi hans, þá ,,vanræktum” við ekki að gera samning. Mér var nefnilega svona elskulega boðinn samningur sem ég ákvað að afþakka. Og tveir mánuðurnir voru sko ekkert liðnir af því að málið var ,,í ferli.” Það stendur að vísu ekkert um það í 59. gr. að tíminn endurnýjist í hvert sinn sem fólk talar saman, en þetta er skilningur hreppsins. Og ekki nóg með það þá var ,,skorað á mig” að flytja úr húsnæðinu af því að mér var bent á að lesa húsaleigulögin þar sem stóð að fólk var samninglaust ætti að flytja út. Persónulega held ég að það samrýmist ekki lagahugtakinu ,,að skora á”, en hvað veit ég. Auk þess var lögfræðingurinn að skrifa útburðarbréfið og ég mátti eiga von á því daginn eftir.
Ég sá fram lagaþrætur sem ég myndi bera talsverðan kostnað af þótt ég sé nokkuð sannfærð um að ég myndi vinna þær. Hinn möguleikinn var að flytja bara. Það er að vísu ekkert húsnæði laust hér í sveit svo ég var alvarlega að íhuga það að flytja bara heim. Maður er nefnilega ekkert sérstaklega velkominn hérna, satt best að segja. Skólinn fer t.d. minnkandi ár frá ári og ekki séns á því að fá fastráðningu. Láðist líka alveg að nefna það þegar ég sótti um. Það er líka samkeppni um stöðurnar. Fólk heldur mjög fast í það sem það telur sitt. Þá er ónefnt hvað starfskraftar manns eru alveg sérstaklega vel metnir. Svo ekki sé talað um hvað hreppurinn tekur vel á móti manni og gerir allt sem í hans valdi stendur til að laða til sín og halda fólki.
Hins vegar þá eru nemendurnir mínir hér. Og Braveheart er hérna. Hann ætlar að byggja hús. Þá flyt ég í næstu sveit og hætti að borga útsvar hér. Ég ákvað því að lúffa. Ég fæ samt ágúst og september á gamla verðinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
þetta eru nú ljótu fíflin!!! D-:
SvaraEyðaErtu að fara í sambúð? Þarf þá ekki að breyta nafninu á blogginu? ;)
SvaraEyðaÞetta er auðvitað grábölvað en ég skil samt vel að þú hafi bakkað.
SvaraEyðaHús í næst sveit hljómar mjög vel :)
Það á nú eftir að byggja húsið:)
SvaraEyðaMér hefur skilist um langa tíð að sveitaskólar þurfi að gera ýmislegt til að laða til sín starfsfólk.
SvaraEyðaEn hús rísa hratt á Íslandi og burt með útsvarið úr hreppnum sem fyrst!