Þjónustufulltrúar

Í tvö skipti á stuttum tíma hef ég sent þjónustufulltrúanum mínum tölvupóst og beðið um lítilsháttar bankaþjónustu. Í bæði skiptin hef ég fengið póst til baka þar sem mér er bent á að ég geti sinnt þessu í netbankanum. Ætli hann geri sér grein fyrir því að hann vinnur að því hörðum höndum að útrýma starfinu sínu?

Ummæli

  1. Ég sendi þjónustufulltrúanum mínum kurteislegt bréf þar sem ég kemst ekki inn í netbankann þrátt fyrir að hafa komið til hennar og gengið frá þessu í eigin persónu í nóvember. Ég fæ ekkert svar. Síðan í desember. Með ítrekunum. Hún er kannski búin að ákveða að starf hennar sé alfarið komið yfir á netbankann? Og ég er þá væntanlega orðin bankalaus?
    Bloggaðu meira um lífið í sveitinni.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista