Ég er nýbyrjuð í sumarfríi. Ég sótti um vinnu sem ég fékk ekki svo ég verð bara sumarfríi í sumar. Sem er ágætt. Ágætt að vinna annað hvert sumar. Alla vega.
Hér úti á landi er því þannig háttað að þó svo að ég borgi fullt áskriftargjald fyrir Stöð 2 þá fæ ég ekki Stöð 2 bíó né heldur Sirkus. Hins vegar næ ég Stöð 2 bíó þegar Sýn er ekki að sjónvarpa. Sem þýðir að ég næ bíórásinni yfirleitt ekki því ég er alltaf að vinna þegar það er mögulegt.
Af því að ég er nýbyrjuð í fríi þá er ég ennþá í letikasti og finnst ágætt að liggja uppi í sófa og glápa á kassann. Í morgun var verið að sýna Loch Ness. Sem er svo sem allt í lagi ræma en engin stórsnilld. En málið er þetta: Þetta er í að minnsta kosti þriðja skipti sem ég lendi inni í þessari mynd og ég sé Stöð 2 bíó bara þegar ég er í fríi, sem er ekki oft því ég er í fullri vinnu.
Svo málið er þetta: Mér reiknast það til að það sé búið að framleiða bíómyndir með tali í ca. 70 ár. Á hverju einasta ári eru framleiddar nokkrar frábærar myndir, nokkrar góðar og slatti af fínum myndum. Þetta ætti að ná u.þ.b. 20 myndum á ári. 20 sinnum 70 eru 1400 myndir. Hvernig stendur eiginlega á því að Stöð 2 bíó getur eytt heilu sólahringunum í það að sýna lélegar myndir og sumar hverjar aftur og aftur og aftur en aldrei slysast til að sýna þótt ekki sé nema eina góða á dag?
miðvikudagur, júní 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli