Alltaf lærir kona eitthvað nýtt. Ég var að komast að því að aðeins og eingöngu vegna þess að ég er kona þá er ég tilbúin til samfara hvar sem er, hvenær sem er með hverjum sem er. Nema ég segi nei. Ég hef sem betur fer rétt til að segja nei. Ef ég einhverra hluta vegna klikka á því að segja nei, eins og t.d. vegna þess að það kemur mér svo í opna skjöldu þegar á mig er stokkið í kjörbúðinni eða úti á götu eða á salerni skemmtistaðar eða ég panikkera þá get ég ekki kært nauðgun. Þetta eru nefnilega viljugar samfarir af því að ég sagði ekki nei.
Það er mjög gott að þetta er komið á hreint því ég hef alltaf staðið í þeim misskilningi að
ég þyrfti að segja já. Ég hef alltaf haldið að þeir tveir aðilar sem hefðu áhuga á því að hafa samfarir yrðu að gefa það til kynna á ákveðinn hátt. Að það giltu ákveðnar leikreglur í þessu ferli sem flestum öðrum. En mér hefur skjátlast.
Þar sem ég er greinilega ekki með mannlegar samskiptareglur á hreinu þá óska ég upplýsinga um eftirfarandi:
-Mega allir vaða inn í húsið mitt nema ég segi klárlega nei?
-Mega allir taka bílinn minn og keyra hann hvert sem þeir vilja nema ég segi klárlega nei?
-Má hver sem er taka hlutina mína nema ég segi klárlega nei?
-Má hver sem er setjast við matarborðið mitt og borða matinn minn nema ég segi klárlega nei?
-Má hver sem er berja mig nema ég segi klárlega nei? En ef ég reiti hann til reiði?
föstudagur, júlí 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli