Kvart og kvein

Ókey. Staðreynd málsins er sú að ég hélt ég væri búin að finna heimili fyrir kettlinginn sem gæti tekið hann í gjörgæslu. Ég er nefnilega með vægt kattaofnæmi. Ég get alveg umgengist ketti en það er ekki heppilegt að ég búi með þeim. Ef ég væri ekki með barn á brjósti þá myndi ég bara skófla í mig ofnæmislyfjum en... 
Ræfilstuskan skítur í sandinn í svefnherberginu. Við sofum þar öll þrjú svo mér er ekki vel við það. En ef hann venst á kassann svona þá verður bara að hafa það. Hins vegar hef ég hann grunaðan um að alla vega míga hist og her. Enda greip ég hann glóðavolgan inni í stofu. Þreif hann upp, rak trýnið ofan í pissið og fór með hann í kassann inni á baði. Þar drullaði hann. Já, aftur kominn með drullu. Hann kann ekki að þrífa sig svo eftir drullið ætlaði hann bara að stökkva af stað. Ég greip hann aftur og setti bossann ofan í vaskinn. Vinkona mín fékk sinn kött agnarsmáan og kenndi honum að þrífa sig svona. Þetta væri svo sem allt í lagi ef strákurinn hefði ekki verið á orginu allan tímann. Hann er farinn að vera eitthvað ergilegur núna upp á síðkastið, veit ekki hvort tennurnar séu eitthvað að mynda sig, hann slefar líka heil ósköp. Svo þegar ég er búin að stússa í kattaskítnum þarf ég að blanda ábótina fyrir strákinn. Ég skrúbba á mér hendurnar og veit að þær eru hreinar en það er samt eitthvað við þetta sem mér líkar ekki. Núna er ég búin að loka ræfilinn frammi í forstofu alveg eins og var gert á býlinu. Sem er ekki gott, hann fær ekkert TLC þannig.
Dýralæknirinn talaði um mánuð og það eru ekki komnir nema tveir dagar. Ég er ekki að gefast upp, ég er bara að fá útrás.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir