At the risk of repeating myself..

Kristín og Páll Ásgeir eru að spá í látleysi og hver eigi að meta það og hafa umsjón með lífstíl. Auðvitað er þetta hálf hjákátlegt en eitt vil ég segja (og ég veit að ég hef sagt það áður) í þessum aðstæðum sem nú eru uppi. 
Ég er grunnskólakennari. Við gerðum kjarasamning 2004 sem innihélt engin rauð strik. Frá 2004-2008 var stigvaxandi verðbólga (ekki jafnmikil og nú er var samt) sem var meiri en umsamdar launahækkanir. Ergo: Kaupmáttur grunnskólakennara fór síminnkandi á sama tíma og meint góðæri bólgnaði út. Fullt af fólki keypti sér nýja bíla, flatskjái, stærra húsnæði og fór í siglingar. Ekki ég. Ég seldi íbúðina mína í Reykjavík og setti peningana inn á banka. Við ætlum nefnilega að byggja hús.  Núna er komin kreppa og ég er búin að tapa peningum í bankanum. Ekki öllum af því að ég hafði vit á að setja stærsta hlutann á verðtryggðan reikning. Nú er talað um að taka af verðtrygginguna. Staðan er því þessi:
Fólk sem eyddi og spreðaði og tók lán til að fjármagna neysluna fær greiðsluaðlögun og heldur húsunum sínum og bílum og flatskjám því það hefur enginn efni á að kaupa þetta. Það á líka að taka verðtrygginguna af svo lánin hækki ekki.
Ég fór varlega og sparaði, er í leiguhúsnæði, á gamlan bíl og túbusjónvarp. Ég sit áfram með gamla draslið og minnkandi pening í bankanum. Þvílíku djöfulsins mistökin. Af hverju eyddi ég ekki og spreðaði og tók lán? Ég gæti þá alla vega ornað mér við minningarnar af góðærinu og sagt umsjónamanninum sögur af siglingunum þegar hann kæmi í molakaffi í stóra húsið.

Ummæli

  1. Þú færð tíu í látleysiseinkunn en því miður um leið tíu í lúseraeinkunn. Það er nefnilega alveg hárrétt skilið hjá þér að sigurvegarnir eru þeir sem spreða, ekki þeir sem spara.

    SvaraEyða
  2. jamm, því er nú andskotans verr :(

    SvaraEyða
  3. Það eru nú alls ekkert allir sem fá greiðsluaðlögun og í raun enginn sem græðir á henni, því að hún er bara frestun á afborgunum og hækkar heildarupphæðina sem greidd er.

    Þú átt þó alla vega peninga í banka. Ég á íbúðalán sem hefur hækkað um 3-4 milljónir og íbúð sem hefur lækkað um a.m.k. 1-2.

    Því miður er ekki langt í að þessar tvær tölur, verðið á íbúðinni og lánið nálgist hvor aðra þannig að eignin verður núll, jafnvel í mínus. Ekki keypti ég samt eitthvað risahúsnæði, heldur íbúð í gamalli blokk.

    SvaraEyða
  4. Auðvitað er betra að eiga peninga en að skulda. Það er fyrir hreina og klára óheppni að við erum ekki byrjuð að byggja og peningurinn liggur enn þá í bankanum. Þetta er bara fúlt út í gegn.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir