Kisinn

Eftir að kisi lærði á kassann þá varð hann fastur heimilismeðlimur. Hann fékk sýklalyf sem löguðu niðurganginn og hefur örugglega hjálpað honum að læra á kassann, honum verður ekki jafnbrátt í loðbrók og áður. Hins vegar er orðið ljóst að hann er með einhvers konar mjólkuróþol því ég gaf honum rest af pelanum hans lilla í gær og það skilaði sér rennandi. AB mjólk er hins vegar í lagi. Hann er líka farinn að færa sig upp á skaftið, hefur uppgötvað það að heimurinn er í nokkrum hæðum og hann er farinn að 
fikra sig upp á aðra hæð. Jólarósinni var formlega slátrað í gær. Verst þykir mér að finna ekki nafn á hann. Við erum búin að máta nokkur og þau bara passa ekki. Ég hef aldrei lent í þessu áður, kattanöfn hafa alltaf komið nokkurn veginn af sjálfu sér. Þannig að ef þið hafið hugmyndir þá þætti mér mjög gaman að fá þær.





Ummæli

  1. Snúlli? (Af því að hann er svo mikil snúlla)

    SvaraEyða
  2. Gott hann er að braggast skinnið.
    Hvað með Gomez, Gandáfur, Grímsson, Grámann, Garpur, Gormur...Tilberi, Sleipur eða Snúður?

    SvaraEyða
  3. ...Glámur eða Skrámur?

    SvaraEyða
  4. Það er einn Grámann í (katta)stóðinu á bænum. Við erum að máta Glám á hann núna og það virðist falla nokkuð vel:)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir