Við fórum í 12 daga frí til Reykjavíkur nú yfir páskana og gerðum góða ferð. Það er vor í Reykjavík og ekki allt á kafi í snjó eins og hér:( Það var gaman að hitta fjölskylduna og bara að breyta um umhverfinu.
Ég var ekki viss hvað ég ætti að gera við Glám og endaði með að hann var skilinn eftir heima og nágrannar gáfu honum að éta og klöppuðu honum. Við vorum búin að vera nokkra daga fyrir sunnan þegar annar umsjónamaðurinn hringdi og sagði að kötturinn æti lítið og ældi. Einhvern tíma hafði ég heyrt að kettir sveltu sig ekki svo ég hafði ekki mjög miklar áhyggjur af þessu, alla vega ekki nægar til að drífa okkur heim. þegar við komum heim í fyrradag þá bíður hér eftir okkur alveg grindhoraður köttur.
Hann hefur greinilega lítið sem ekkert étið og étur ekki enn! Ég er búin að mauka mat og sprauta upp í hann reglulega en hann er ekkert að braggast. Liggur bara fyrir og er dauflegur. Ég er bara alveg í sjokki.
Eymingja karlinn! Við Ída sendum honum kveðjur og óskir um bata.
SvaraEyða