Ávíturnar

Í ónefndum skóla sem ég kenndi eitt sinn í voru tölvumál skólans í lamasessi allan veturinn og allir mjög pirraðir út af því. Þetta var mjög slæmt á tímabili, erfitt að nálgast PDF skjöl og erfitt að prenta út. Tölvuumsjónarmanni skólans (sem hafði ekki viðveru í skólanum) var hreinlega bölvað í sand og ösku af öllum kennurum skólans.
Einn daginn var ég að reyna að prenta út. (Hafði samt ná að prenta út þetta aukahefti og en það þótti ekki merkilegt.) Ég var með stofu á annarri hæð en gat ekki prentað úr tölvunum þar. Það var eitthvað klúður með tölvuna í vinnuherberginu líka svo ég var búin að hlaupa upp og niður og reyna að hafa þetta í gegn en ekkert gekk. Í eitt skiptið kem ég út af kennarastofunni og yfirmaður minn er á skrifstofunni sinni. Skrifstofan hans, kennararstofan og salerni eru inni á litlum gangi. Ég segi stundarhátt: ,,Það á að skjóta þennan mann.” Yfirmaður minn spyr hvort ég ætli að taka það að mér. Ég flissa eitthvað enda var ég að sjálfsögðu að fíflast og ætla svo að halda áfram ferð minni. Þá kallar hann mig til baka og segir: ,,Ásta, ég ætla að ávíta þig fyrir þetta. Það er ekkert gamanmál að skjóta fólk. ” Ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið held helst að hann sé að grínast. Nei, hann er það ekki. Ég sagði þetta á stað þar sem nemendur gætu heyrt til mín og það er bara ekki gott. Ég segi að það hafi nú enginn heyrt til mín en það skiptir ekki máli, ég get ekki verið viss um það og auk þess þá hefði getað heyrst til mín. Ég hunskast í mínar vistarverur með þetta í andlitinu. Skömmu seinna er ég í vinnustofunni og þá heyri ég að hann er að tala um á kaffistofunni og hafa í flimtingum að hann hafi ávítað mig fyrir að tala illa um tölvumanninn. Þetta þótti honum og einhverjum fleirum greinilega mjög fyndið miðað við hlátrasköllin.
Mér fannst þetta svo yfirgengilegt að ég hafði samband við KÍ. Viðmælanda mínum þar þóttu ávítunar vera fyrir litlar sakir og grínið á kaffistofunni mjög ófaglegt. Ég sendi yfirmanninum tölvupóst þar sem ég mótmæli þessari framkomu. Hann kallar á mig inn á skrifstofu og við förum yfir þetta. Hann getur samþykkt að það hafi ekki verið viðeigandi að gera grín að þessu á kaffistofunni. Hann biður mig samt ekki afsökunar á því né hefur séð ástæðu til að láta viðhlæjendur vita að þetta hafi ekki verið í lagi. En hann telur sig í fullum rétti að ávíta mig fyrir skotbrandarann og það hafi verið fullkomlega eðlilegt að ávíta mig fyrir opnum dyrum þar sem nemendur gátu alveg heyrt ávítunar því hafi þeir heyrt mín orð þá var mikilvægt að þeir heyrðu ávíturnar líka.
Ég deili ekki þeirri skoðun.

Ummæli

  1. Sammála! (og líka varðandi bréfið sem kemur í færslunni á eftir (eða undan)).

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista