Þegar fréttist af bréfi Guðrúnar Ebbu þá var ég alveg viss um að þarna væri ,,sönnunin" komin. Þarna var hún, hafin yfir vafa. Svo horfði ég á viðtalið í gær. Eitt af því fyrsta sem hún segir er að ,,hún hafi ekki munað fyrr en..." Allt í einu fóru að koma fram bældar minningar.
Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um bældar minningar. Sumir ganga svo langt að segja að þær séu ekki til. Ég er ekki fræðimaður í þessari grein svo ég er enginn stóri dómur um þetta. Ég er ekki heldur að segja að Guðrún Ebba sé að ljúga. Hvað ætti konunni að ganga til? Ég efast ekkert um að Guðrún Ebba trúi þessu sjálf. En á meðan bældar minningar sem sálfræðifyrirbrigði er ekki hafið yfir vafa þá eru allar fullyrðingar byggðar á ný-mundum áður bældum minningum ekki hafnar yfir vafa.
Ég er alls ekki að segja það að Ólafur Skúlason hafi verið saklaus maður. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni 1996, ekki vegna ásakananna heldur vegna viðbragða hans við þeim. Hrokinn var yfirgengilegur.
Nú er það komið í ljós að ÓS hafði dómínerandi viðveru og var hrokafullur. Hann hafði líka einkaklósett heima hjá sér. Það þarf enginn að hafa einkaklósett heima hjá sér nema sá sem telur sig hafinn yfir annað fólk, m.a. fjölskylduna sína. Eða auðvitað sá sem er up-to-no-good. Allt eru þetta skapgerðarþættir sem bendir til níðings. Það er mjög líklegt. En það er ekki sannað. Þetta er algjört grundvallaratriði. Í réttarríki er fólk saklaust uns sekt er sönnuð.
Nú er verið að ráðast að kirkjunnar mönnum fyrir aðgerðaleysi þeirra og jafnvel heimta afsagnir. Fyrir hvaða sakir? Auðvitað voru mistök. Auðvitað mátti gera betur. En við skulum ekki gleyma því að Ólafur Skúlason hefur aldrei verið dæmdur og sekur fundinn. Í augum laganna er hann saklaus.
Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um bældar minningar. Sumir ganga svo langt að segja að þær séu ekki til. Ég er ekki fræðimaður í þessari grein svo ég er enginn stóri dómur um þetta. Ég er ekki heldur að segja að Guðrún Ebba sé að ljúga. Hvað ætti konunni að ganga til? Ég efast ekkert um að Guðrún Ebba trúi þessu sjálf. En á meðan bældar minningar sem sálfræðifyrirbrigði er ekki hafið yfir vafa þá eru allar fullyrðingar byggðar á ný-mundum áður bældum minningum ekki hafnar yfir vafa.
Ég er alls ekki að segja það að Ólafur Skúlason hafi verið saklaus maður. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni 1996, ekki vegna ásakananna heldur vegna viðbragða hans við þeim. Hrokinn var yfirgengilegur.
Nú er það komið í ljós að ÓS hafði dómínerandi viðveru og var hrokafullur. Hann hafði líka einkaklósett heima hjá sér. Það þarf enginn að hafa einkaklósett heima hjá sér nema sá sem telur sig hafinn yfir annað fólk, m.a. fjölskylduna sína. Eða auðvitað sá sem er up-to-no-good. Allt eru þetta skapgerðarþættir sem bendir til níðings. Það er mjög líklegt. En það er ekki sannað. Þetta er algjört grundvallaratriði. Í réttarríki er fólk saklaust uns sekt er sönnuð.
Nú er verið að ráðast að kirkjunnar mönnum fyrir aðgerðaleysi þeirra og jafnvel heimta afsagnir. Fyrir hvaða sakir? Auðvitað voru mistök. Auðvitað mátti gera betur. En við skulum ekki gleyma því að Ólafur Skúlason hefur aldrei verið dæmdur og sekur fundinn. Í augum laganna er hann saklaus.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli