Fara í aðalinnihald

Ekkert álver.

Fyrir einum 4 ef ekki 5 árum síðan vorum við nokkur að hvíslast á milli hvort við ættum að taka upp formlega baráttu gegn álverinu. Það var mjög vandmeðfarið því hér var farið með álversandstöðu eins og mannsmorð. Svo hitti ég ónefnda konu og spurði hvort hún vildi vera með. Hún svaraði:

,,Ég myndi vera með ef ég héldi eitt andartak að hingað kæmi álver. En það er ekkert álver að koma hingað."
Ég hváði og spurði hvernig hún fengi þetta út:
,,Það er enginn búinn að leggja neina peninga í þetta nema sveitarfélögin. Alcoa er ekki alvara fyrr en þeir leggja einhverja alvöru peninga í þetta. Þannig virkar bissness."

Það varð aldrei úr neinni baráttu gegn álverinu því við sáum að þetta var rétt.  Það var engin alvara komin í málið. Og sú alvara kom aldrei.

Þeir sem vilja kenna sitjandi ríkisstjórn um að ,,eyðileggja" álversævintýrið fyrir sér geta bara skoðað blöðin og farið í gegnum fréttir. Jú, jú, Alcoa borgaði laun fyrir alveg heilan einn mann í einhvern tíma. Það er dropi í hafið miðað við veltu fyrirtækisins.
Ég heyrði um daginn, sel ekki dýrar en ég keypti, að undanfarna mánuði hefði PR deildin hjá Alcoa verið að vinna að því hvernig væri hægt að hafna Norðlendingum án þess að það kæmi illa út fyrir fyrirtækið. Tímasetningin er engin tilviljun. Fallegt af þeim samt að staðfesta orð Steingríms. Það hefur væntanlega ekki verið ætlunin.
Hvað mönnunum gekk til að vera með þennan blekkingarleik er í raun óskiljanlegt. Svo ekki sé talað um ófyrirgefanlegt að draga heilt byggðarlag svona á asnaeyrunum í öll þessi ár. Líklegasta kenningin er sú að þeir hafi viljað tryggja sér orkuna til stækkunar fyrir sunnan. Ef þeir eru alltaf efstir á blaði og einoka alla umræðu þá komast fáir aðrir möguleikar inn í umræðuna.
 
Flest sáum við samt í gegnum þetta, hvar sem við stöndum í flokkum. Það er í rauninni ámælisvert að það skuli hafa verið einblínt á þetta álver sem allir vissu að myndi aldrei koma og standa í vegi fyrir allri annarri atvinnuuppbyggingu á meðan.Ummæli

  1. Ég tók þátt í prófkjöri eða forvali (man ekki hvort það hét) í norðausturkjördæmi vorið 2009. Þá var ég einmitt að ræða eitthvað álversmál við félagana, og mér eldri og reyndari einstaklingar úr kjördæminu sögðu mér þetta sama, að það myndi aldrei koma neitt Alcoa álver þarna. Þannig að þetta hefur varla komið á óvart.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti