Fara í aðalinnihald

Að auglýsa stöður

Ég er þeirrar skoðunar að auglýsa eigi flestar (helst allar) stöður innan sveitarfélagsins. Mér er ljóst að margir eru ósammála mér í því og nota rök á við: ,,Það þarf að þekkja til samfélagsins." Ég vísa því á bug. Hvað þýðir þetta: Að þekkja til samfélagsins? Þýðir það ekki einfaldlega að þekkja valdahlutföllin? Að rugga ekki bátnum?  Viljum við búa í svoleiðis samfélagi?
-->Fólk flytur burt í stórum stíl því miður svo það er skiljanlegt í slíku samfélagi að vilja halda þeim sem eru. Þess vegna m.a. eru stöður iðulega ekki auglýstar. Þá eru líka notuð trikk eins og að búa fyrst  til hlutastarf sem þarf ekki að auglýsa og svo þegar ,,réttur” einstaklingur er kominn í starfið þá er það stækkað.  Þegar stöðurnar eru auglýstar þá eru kröfurnar klæðskerasniðnar að viðkomandi. Stundum vantar ekkert nema að umsækjandi eigi að heita þessu nafni. Samt kemur fyrir að utanaðkomandi sækir um og hefur kostina til að bera. Þá er honum samt hafnað, skaðabæturnar greinilega ásættanlegur fórnarkostnaður.
Auðvitað er þetta ekki algilt en gerist of oft. 
Það er ekki það að ég skilji ekki hugsunina á bak við þetta. Þessa þörf fyrir að vernda það sem þó er til staðar.  Það er hins vegar fullvissa mín að þegar til lengdar lætur þá verður þetta innanmein banabiti samfélagsins. 
Í fyrsta lagi þá erum við ekki að fá hæfasta fólkið í stöðurnar. (Vissulega kemur það fyrir að sá hæfasti eða mjög hæfur fær stöðuna í handvalinu en myndi viðkomandi ekki fá hana hvort eð væri?) 
Í öðru lagi þá sitja ekki allir sveitungarnir við þetta borð. Það eru bara ,,réttu” sveitungarnir sem njóta þessara vildarkjara. Þegar fólk horfir upp á það árum saman að sumir fái alltaf bestu bitana á meðan aðrir eru úti í kuldanum þá ríkir ekki mikil samstaða né ánægja í samfélaginu.
Stefán Jón Hafstein segir í grein sinni Rányrkjubú:
  Hér glímum við ekki bara við það að pólitískum venslamennum er hyglað – smátt og smátt læra hinir að ekkert þýðir að bjóða fram krafta sína. Við fáum ekki bara kerfi sem upphefur þá löku heldur rekur burt þá hæfu. Niðurstaðan er rökrétt: Öll pólitík verður persónupólitík. Ef til vill er höfuðgallinn við kenninguna um frjálshyggjuhrunið að gleyma þessu grundvallaratriði í íslenskri stjórnmálamenningu: Hún er óskiljanleg ef menn vita ekki hver er hvurs og hvurs er hvað.

 

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti