Smokkur eður ei.

Nú hef ég lítillega fylgst með máli Julian Assange og hef í sjálfu sér litla skoðun á því hvort um ,,samsæri" sé að ræða til að koma honum til Bandaríkjanna. Hins vegar finnst mér varhugavert að grunaður glæpamaður geti sett einhverja skilmála fyrir því hvort honum náðsamlegast þóknast að mæta í yfirheyrslu.
En það var ekki það sem ég ætlaði að tala um heldur smokkaleysið.
Nú sá ég á dv.is (nenni ekki að leita að því) frétt um málið og í umræðuhalanum sem fylgdi var mörgum sem þótti sakarefnið mjög ómerkilegt en Assange er sakaður um kynferðisbrot að því leyti að hafa ekki notað smokk í annars samþykktum samförum. Þetta er alveg sorglega gamaldags og fyrirsjáanlegt viðhorf. Gamaldags að því leyti að það felur í sér að kona sem stundar frjálsar ástir á í raun allt illt skilið.
Nú er ég af AIDS-kynslóðinni og það var hamrað á því að við ættum að nota smokkinn. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að fólk noti smokk í one-night-stand. Og mér finnst fullkomlega eðlilegt að annar aðilinn geri það að skilyrði hvort sem það er karlinn eða konan. Í þessu tilviki voru það konurnar. Í tilfelli kvenna er það ekki bara hætta á kynsjúkdómum sem smokkurinn minnkar, og Assange er greinilega mjög léttur á bárunni, heldur er hann einnig getnaðarvörn.
Að fólki finnist það í alvöru ómerkilegt smámál að kona fái kynsjúkdóm eða verði þunguð gegn vilja sínum bara til að karlinn fái það betur er sorglegt.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir