Fara í aðalinnihald

Tilfinningasamar hugleiðingar um ,,stóriðjubrölt á Bakka."
Fyrir nokkrum árum var tilkynnt að Alcoa hefði, allra náðsamlegast, valið Bakka við Húsavík sem næsta álversstað. Það braust út taumlaus gleði. Það var líkt og Húsavík hefði hreppt stóra vinninginn í Lottóinu. Fólk klæddi sig í álpappír og fagnaði í beinni útsendingu.

Ég ákvað umsvifalaust að berjast gegn þessu álveri. Ég gat m.a.s. haft hátt um það, ég er nefnilega aðflutt. Aðrir fóru með andstöðu sína eins og mannsmorð.

Nokkru seinna horfði ég á fréttir um nýjan Listaháskóla sem átti að troða inn í þrönga götumynd. Snilldarhugmynd laust niður í höfuðið á mér. Listaháskóla á Bakka! Ég bloggaði snilldina og fékk athugasemdir. Þetta var algjörlega ómögulegt. Kennararnir eru allir í hlutastörfum, þeir geta ekki flutt út á land. Merkilegt. Hér eru erlendir tónlistakennarar í flestum stöðum.

Dag einn sit ég og smyr flatbrauð með öðrum kvenfélagskonum. Gaspra um hugmyndina frábæru. Ein þeirra lítur upp, horfir í augun á mér og segir: ,,Við fáum hann aldrei." Í tóninum, í augnaráðinu, skella á mér áratuga vonbrigði. Í eitt skelfilegt andartak er ég álverssinni.

Ég sit á spjalli við kunningja minn. Hann segir mér að það sé engin mjólkurframleiðsla lengur í Norður-Þingeyjarsýslu. Það séu bara tvö bú eftir á Tjörnesi. Mjólkurbíllinn fer þangað aðeins tvisvar í viku. ,,Hversu langt heldurðu að sé til, að Mjólkursamsalan geri þeim tilboð um að hætta?" spyr hann mig. Ég hef engin svör.

Ég missi vinnuna og sit atvinnulaus í tvö og hálft ár.

Ég fer að sumarlagi í vettvangsferð með sveitarstjórnarmönnum Þingeyjarsveitar að skoða Þeistareyki og tilvonandi vinnusvæði. Það er fallegt þarna. Við hittum ein hjón á ferðalagi.

Ég samþykki orkuöflun á Þeistareykjum.

Alcoa hættir við álver á Bakka. Það stóð heldur aldrei til, það var bara að tryggja sér orkuna af Þeistareykjum.

Það er byrjað að semja um minni fyrirtæki á Bakka. Minni orkuþörf. Sennilega þarf ekki að hætta búskap í næsta nágrenni.

,,Fólk vill deyja á þúfunni sinni," segir maðurinn minn.

Þeistareykir eru komnir í tætlur. Heimamenn sem hafa smalað löndin árum saman eru með kökk í hálsinum. Þeir vilja þetta samt.

Hér viljum við búa. Hér viljum við deyja. Til þess verðum við að geta lifað hér.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti