Játningar miðaldra myndasögufíkils - Kvenkyns í ofanálag!


Ég ætla að koma út úr skápnum með það: Ég hef gaman af myndasögum. Hef alltaf haft. Hef enn. Fyrir rúmum 10 árum síðan var ég fastagestur í Nexus. Ég var nógu júník kúnni til þess að einn afgreiðslumaðurinn vissi hvaða bækur ég átti og af hverju ég gæti haft gaman. Undanfarið hef ég bara pantað á netinu. Ég vil ekki fólk haldi að ég sé skrítin. Myndasögunördinn er nefnilega ekki miðaldra kona.
Ég man þegar ég fékk fyrstu myndasöguna. Ástríkur galvaski var nýkominn út og amma Didda stakk að mér aur og sendi mig út í búð til að kaupa bókina. Ég hef verið ánetjuð síðan. Átti allan Ástrík (afföll hafa orðið vegna klóabrýninga katta og harðhentra barna), talsvert af Lukku Láka, Viggó viðutan, Sval og Val og hinum Fjóru fræknu. Og já, ég játa; Tarsanblöðum. Stóra systir átti Tinna og litla systir Andrésblöðin. Sem ég las auðvitað.
Ég hef enn gaman af þessu öllu saman og meiru til en auðvitað er þetta svolítið sérstakur heimur. Hann er nefnilega nánast konulaus.

Tekur því ekki alltaf að fara heim.
Ástríkur gallvaski.

Ástríkur og Steinríkur eru bestu vinir. Oftast búa þeir í sitthvoru lagi en ekki alltaf.
Þeir hafa líka báðir orðnir ástfangnir en eru samt nokkuð staðfastir piparsveinar.

Það eru konur í þorpinu en þær eru í hefðbundnum hlutverkum. Gallarnir hafa yfir að ráða kjarnaseyði sem veitir þeim tímabundna ofurkrafta (nema
Hefðbundin hlutverk.
 Steinríki en hann datt ofan í kjarnaseyðið barn að aldri). Þannig að raunverulegir líkamsburðir ekkert að segja og gamalmenni þorpsins hann Þrautríkur er virkur þátttakandi í Rómverjaflengingum. En ekki konurnar. Þær hafa í heilt eitt skipti fengið að smakka á seyðinu og taka þátt í fjörinu. (Nú vilja eflaust einhverjir benda á og ræða ofbeldiskúltúrinn. Ég get alveg tekið undir þá fordæmingu en þessi grein snýst ekki um það og sú umræða væri aðeins til að afvegaleiða umfjöllunarefnið.) Þá fá konurnar, fyrir utan heilt eitt skipti,  ekki að taka þátt í veislunni í lok hverrar bókar nema til að þjóna til borðs.

Líkamlegt atgervi skiptir litlu. Ef kk.
Engar konur.



Lukku Láki.

Það ríkir sama karlaveldið í Villta vestrinu en þó fær Svala Sjana heila bók fyrir sig og konur koma alveg fyrir. Lukku Láki er ma.s. við kvenmann kenndur í Allt um Lukku Láka.
 
Svala Sjana var hörkukvendi.
Tinni.
Það er hins vegar eitthvað mjög alvarlegt í gangi í heimi Tinna. Kynjaskiptingin þar er 99.9% karlar og 0.1% konur. Þær fá að vera til uppfyllingar, úti á götu og í leihúsinu og svoleiðis.
Tinni býr með Kolbeini, eldri manni. Einu skiptin sem hann sýnir tilfinningar að ráði er þegar ungur vinur hans týnist í Tíbet.
Þessir búa saman.
Ó, elsku Tjang minn!






Eina konan sem eitthvað kveður að er Vaíla Veinólína. Vaíla er söngkona en takið eftir nafninu, hún er ekki mikils metin í bókunum. Þegar þeir félagar hlusta á hana virðist söngurinn ekki fagur. Samt á hún að vera fræg og eftirsótt! Þá er hún skotin í Kolbeini kafteini og það er þvílík skelfing að hann er á stöðugum flótta, aumingja maðurinn.




Hræðileg örlög.
Rosa glaður að losna við Vaílu.























Eina eiginkonan sem sést í sögunum er kona Alkasars og hún er nú ekki frýnileg.




Hjónabandssælan.




Alex.

Orð eru óþörf.







Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir