Fífladansinn

Í haust hefur Þingeyjarskóli sitt þriðja starfsár. Eru verulega skiptar skoðanir um hvernig til hefur tekist.

Í fundargerð Fræðslunefndar dags. 2.4.2014 segir:
Starfið í Þingeyjarskóla.
Margrét sagði frá því að hún og Arnór Benónýsson varaoddviti hefðu heimsótt allar starfsstöðvar Þingeyjarskóla í mars og rætt við starfsfólk um hvernig samstarf  starfsstöðvana hefði gengið frá stofnun Þingeyjarskóla. 
Þau hafi skynjað ákveðna erfiðleika hjá starfsfólki sem er rakið til sameiningar skólanna.
Harpa skólastjóri hafði samband við Kristján Má Magnússon hjá Reyni Ráðgjafastofu til að fá ráðgjöf varðandi áframhaldandi starf stofnunarinnar.
Í framhaldi af viðræðum Hörpu við Kristján Má Magnússon sem hún kynnti fundarmönnum leggur fræðslunefnd til að samið verði við Kristján um aðstoð við að greina stöðuna í skólanum.   Sú vinna sem Kristján leggur til að framkvæmd verði í vor mun kosta allt að 300 þúsundum.  Fræðslunefnd leggur til að sú upphæð verði sett sem viðauki við fjárhagsáætlun 2014.  Samkvæmt ósk  starfsfólks við Þingeyjarskóla leggur fræðslunefnd til að gerð verði ein heimasíða fyrir Þingeyjarskóla.

Kennari í Þingeyjarskóla segir í athugasemd hér á blogginu að:
Niðurstöður úr nýlegri könnun sem sálfræðingur gerði hjá starfsfólki Þingeyjarskóla styðja ekki þær fullyrðingar þínar að starfsfólkinu líði almennt illa. AMÞ

Það er gott. Ég er þó undrandi af hverju sálfræðingur er kallaður til fyrst vandinn er fyrst og fremst rekstrarlegur en það er auðvitað svo margt sem ég ekki skil.

Í erindisprófi Starfshóps um sameiningu kemur skýrt fram hverjir eigi að leiða þetta starf:
Markmið sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar með sameiningu skólanna í nýja stofnun með tveimur starfsstöðvum er að halda starfsemi á báðum stöðum en þróa jafnframt aukið samstarf starfsfólks, nemenda og foreldra. Sú þróun og það samstarf verði leitt af skólastjórnendum, starfsfólki, nemendum og foreldrum í samráði við fræðsluyfirvöld sveitarfélagsins.

Þetta hefur ekki gengið betur en það að gerður hefur verið viðbótarsamningur við Reyni ráðgjafaþjónustu (skil ekki enn aðkomu sálfræðingsins fyrst öllum líður svona vel) upp á 1.2 milljónir til viðbótar þessum upphaflegu 300 þús. Stjórnendur er samt með viðvarandi 4 tíma kennsluafslátt og fóru fram á 1 tíma kennsluafslátt fyrir alla kennara í fyrra. Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti það ekki en skólinn fékk samt peningana til ráðstöfunar.

Þá hafa einnig verið samþykktir samningar við HLH ehf., Ráðbarð sf. og Skólastofuna slf.
Fundargerð sveitarstjórnar frá 3. 7 sl.
Samningar um ráðgjöf vegna skólamála í Þingeyjarskóla
Fyrir fundinum liggja þrír samningar milli sveitarfélagsins og eftirtalda aðila um ráðgjöf vegna skólamála Þingeyjarskóla:
Samningur við HLH ehf. um rekstur og framtíðarskipulag Þingeyjarskóla, samningur við Ráðbarð sf. um viðhalds- og rýmisþörf og samningur við Skólastofuna slf. rannsóknir-ráðgjöf um skólaskipan. Heildarkostnaður er allt að 3,6 millj.kr.

Það hefur sem sagt verið samþykkt aukafjárveiting upp 5,1 milljón til að aðstoða við samstarf innan Þingeyjarskóla. Ekki sameiningu, takið eftir því hún hefur ekki enn verið samþykkt.

Í 3. hefti Tímarits Máls og menningar 2011 birtist frábær grein eftir Stefán Jón Hafstein þar sem hann lýsir nákvæmlega stjórnarfarinu í Þingeyjarsv.. á Íslandi:
Alls staðar þar sem svona afránskerfi ræður veikir það efna-hagslífið og fyrirtækin, því verðleikar eru verðminni en sambönd og klíkuskapur. Við fáum verri fyrirtæki með lélegri stjórnendur en ella. Þegar þessi innanmein grassera áratugum saman er ekki von á góðu. 

Spilling veikir stjórnsýsluna. Höfðingjaveldið byggir úthlutun á ógagnsæi og eftiráreglum; stjórnsýslan – lög og reglur, eftirlitsstofnanir og aðrar þróaðar aðferðir við að auka gegnsæi og réttlæti – ætti að setja lélegum stjórnmálamönnum skorður og lágmarka þann skaða sem þeir geta valdið. Hún verður þvert á móti handbendi þeirra. Það gerist með því að raða „sínum mönnum“ á pósta og tryggja að regluverkið sé ekki til staðar eða virki ekki – og sé alveg örugglega án viðurlaga.27

 Íslenski samfélagsskólinn er fámennur, veikur og letjandi.32 Hér glímum við ekki bara við það að pólitískum venslamennum er hyglað – smátt og smátt læra hinir að ekkert þýðir að bjóða fram krafta sína. Við fáum ekki bara kerfi sem upphefur þá löku heldur rekur burt þá hæfu. Niðurstaðan er rökrétt: Öll pólitík verður persónupólitík. Ef til vill er höfuðgallinn við kenninguna um frjálshyggjuhrunið að gleyma þessu grundvallaratriði í íslenskri stjórnmálamenningu: Hún er óskiljanleg ef menn vita ekki hver er hvurs og hvurs er hvað.33

"With slouch and swing around the ring
We trod the Fools' Parade!
We did not care: we knew we were
The Devils' Own Brigade:
And shaven head and feet of lead
Make a merry masquerade."
- Oscar Wilde
Og nú ætla ég að borga útsvarið mitt með gleði í hjarta.
Góðar stundir.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir