Hið platónska ástarsamband okkar George Michael fagnar nú
30 ára afmæli. Það var sumarið 1984 sem Wake
me up before you go-go skaust á topp flestra vinsældalista heimsins. Hresst
og grípandi lag með auðveldu viðlagi. Og svo kom vídeóið. Jedúdda-mía,
söngvarinn. Ekkert svona sætt hafði sést síðan súkkulaðið var uppgötvað. Þarna
sprangaði hann um í míní stuttbuxum, tanaður með strípur og neongular grifflur.
Ég fjórtán ára flækja með skömmustulegar hugsanir um karlmenn og gleðina og
vandræðin sem þeim gátu fylgt. Örlögin voru ráðin.
Hvert topplagið fylgdi öðru; Careless Whisper, Freedom
og Everything she wants. Öll þessi
lög er að finna á annarri (seinni) plötu Wham!, Make it Big.
Ég tók að sjálfsögðu upp hvern einasta Skonrokk þátt til
öryggis og það var eins og ég hefði himin höndum tekið þegar ég náði
myndbandinu við Careless Whisper. Ég
hélt að George gæti ekki orðið sætari en í Wake
me up before you go-go en hann gat það. Úff...
En það var eitthvað sem truflaði mig. Strax sumarið ´84 var
svolítið í textanum við Wake me sem
ég skildi ekki. Textinn
er um ungan mann sem á kærustu. Þegar hann er sofnaður læðist hún út til að
dansa. Vinir hans hafa sagt honum frá því og hann biður hana um að vekja sig
frekar og taka sig með. Allt ágætt hingað til. Svo kemur millikafli, aðeins
rólegri, kaflinn í vídeóinu þar sem George er mega sætur. (Og sést að ofan.)
Cuddle up, baby, move in tight,
We’ll go dancing tomorrow night,
It’s cold out there, but it’s warm in bed,
They can dance, we’ll stay home instead.
Sögumaður textans, strákurinn, kvartar undan því að stelpan
læðist út á meðan hann sefur. En hann vill greinilega ekki fara út að dansa,
hann vill frekar vera heima að kúra. En hvaða stúlka kvartar undan kærasta sem
vill frekar halda henni heima og kúra? Það er bara sætt, er það ekki?
Setningin um kuldann kallast líka á við „rómantíska“
textann; Baby,it‘s cold outside.
Næsti hittari var Careless Whisper. Lagið lýsir angurværri
eftirsjá manns sem hefur haldið fram hjá kærustunni sinni. Textinn er að vísu
ókyngreinanlegur eins og svo margir eftir Michael enda var hann fastur inni í
skápnum á þessum árum en í myndbandinu eru það stúlkur sem leika kærustuna og
viðhaldið svo við höldum okkur við það.
Stúlkan sem leikur kærustuna er ósköp sæt en heldur
venjuleg. Stúlkan sem tælir George er hins vegar ægileg skutla, sannkallað
femme fatale. Í myndbandinu „tekur“ hún hann ;) Við venjulegu stelpurnar
áttuðum okkur alveg á því hvað þurfti til til að halda
gæjanum.
Næsta lag var Freedom.
Þar er það stúlkan sem fer illa með strákinn, rígheldur fram hjá honum og hlær
svo bara. Þessi texti er sá fyrsti af þó nokkrum sem lýsa vantrausti og
tortryggni gagnvart konum.
Everything she wants
var ekkert að leyna óttanum við þessar konur.
Some people work for a living,
Some people work fun,
Girl I just work for you.
They told me marriage was a give and take.
Well you show me you can take, you’ve got some givin’ to do.
And now you tell me that your having my baby.
I’ll tell you that I’m happy if you want me to,
But one step further and my back will break,
If my best isn’t good enough,
Then how can it be good enough for two.
I can’t work any harder than I do.
Sögumaðurinn í textanum virðist ekki vera George sjálfur sem
átti skítnóg af peningum heldur bara venjulegur ungur maður. She textans eða hún er algjör afæta sem ætlast til að aumingja strákurinn þræli og
púli bara fyrir hana. Vinnur hún sjálf ekkert? Svo verður hún ófrísk eins og sá
möguleiki hafi bara hreint ekkert verið ræddur við hann, eiginmanninn sjálfan. Sögumaðurinn,
karlinn, er saklaust fórnarlamb þessarar vondu konu.Hann er orðinn svo útkeyrður af vinnuhörku eftir sex mánaða hjónaband að hann heldur að hann sé hættur að elska konuna . Það er bara tímaspursmál hvenær hann fer. Samúðin er öll hjá honum og fullkomlega eðlilegt að hann yfirgefi þessa barnshafandi konu sem getur ekki unnið fyrir sér.
Textinn á að lýsa lífi venjulegs fólks og á þessum tíma sem og í dag eru karlmenn með hærri laun en konur og hluti af kvöð karlmannsins ,,að skaffa." En í staðinn fyrir að gagnrýna rót vandans, samfélagið, er ráðist að konum eins og þær beri einhliða ábyrgð á hefðunum. Alveg eins og getnaði.
Textinn á að lýsa lífi venjulegs fólks og á þessum tíma sem og í dag eru karlmenn með hærri laun en konur og hluti af kvöð karlmannsins ,,að skaffa." En í staðinn fyrir að gagnrýna rót vandans, samfélagið, er ráðist að konum eins og þær beri einhliða ábyrgð á hefðunum. Alveg eins og getnaði.
Þetta sama þema kemur fram í Credit Card Baby sem einnig er á Make it Big plötunni.
You can have my credit card, Baby,
But keep your red hot fingers off my heart. Lady,
All I know is what I see,
You’re getting what you want.
Girl, It ain’t just me.
No matter how you cry,
I’m not giving any love away,
Do you think I’m crazy,
All I know is what I see.
But what can I do,
When you pretend that you’re in love with me,
Baby.
Það má svona eftir á fabúlera um það að George Michael var
að reyna að fela samkynhneigð sína í kastljósi frægðarinnar. Fólki fannst eðilegt
og hefur gert kröfu um að hann sæktist eftir einhverju sem hann kærði sig
ekkert um. Við táningsstelpurnar með
glýjuna í augunum vissum það hins vegar ekki á þeim tíma. Við vorum bara að fá
skilaboð frá vinsæla sæta stráknum sem hafnaði okkur af því við vorum ekki nógu
góðar.
Að varpa kvenóttanum yfir á samkynhneigð höfundarins er líka
ansi ódýrt. Heimurinn elskaði þessi lög, samþykkti og fagnaði boðskapnum. Tony
Parsons segir í ævisögunni Bare:
'Everything she wants' was and remains one of the best songs ever written about a bad marriage... Claustrophobic, meaty and mature, 'Everything she wants' ached with the sound of love wearing off. If the sentiments of the song were alien to the singer – the death of marital passion, the drudgery of the working world, another little mouth on the way – then he still managed to convey them with total conviction. (Parsons, 132)
Í þessari sömu ævisögu lýsir George aðstæðum í New York um það leyti sem hann er að slá í gegn og semja vinsælustu lögin sín og hugsunum samfara þessum aðstæðum:
Hið tvöfalda siðferði er auðvitað alveg skelfilegt.
En, þrátt fyrir allt, ástin er eins og hún er og ég elska
George Michael enn og mun væntanlega gera áfram. Enda batnaði þetta allt saman þegar hann kom loksins út úr skápnum og gat verið hann sjálfur ♥
Það geta ekki allir verið gordjöss. |