Tvær fræðilegar spurningar

Mig langar að setja hér upp ímyndað dæmi og varpa fram tveimur spurningum í kjölfarið. Takið eftir að dæmið er ímyndað og hefur engin tengsl við raunveruleikann.

Gefum okkur að til sé fjöldi hluthafa sem eiga nokkur fyrirtæki og hafa myndað stjórn til að stjórna fyrirtækjunum. Stjórnin ákveður að sameina tvö fyrirtækjanna.* Forstjórinn og annar framkvæmdastjórinn eru endurráðnir og svo er ráðinn nýr framkvæmdastjóri. Það vill þannig til að nýi framkvæmdastjórinn á einnig sæti í stjórn hlutahafafélagsins.
Reynir nú á rekstur nýja fyrirtækisins í einhvern tíma, gefum okkur svona tvö ár. Reksturinn gengur illa. Það er enginn hagnaður af rekstrinum, neytendur þjónustunnar eru óánægðir og starfsfólk nýja fyrirtækisins er óánægt.
Kemur þá að fræðilegu spurningunum tveimur:

1) Bera stjórnendur fyrirtækisins enga ábyrgð á þessu ástandi?
2) Þegar rætt er ástand fyrirtækisins í hluthafastjórninni á þá nýi framkvæmdastjórinn að sitja eða víkja?**



*Það má vel vera að sameining fyrirtækjanna sé óráð en gefum okkur að þessi ákvörðun sé tekin að vel ígrunduðu máli.
**Spurningin er alveg jafn gild þótt svarið við 1) sé nei.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir