Samþykki
Knúsið birtir í dag hreint frábæra grein eftir Emma Holten.
Holten lýsir upplifun sinni af hefndarklámi og greinir hvað liggur þar að baki.
Holten lýsir upplifun sinni af hefndarklámi og greinir hvað liggur þar að baki.
Á einum stað segir hún:
Þegar ég gerði mér ljóst að það var niðurlæging mín sem kveikti í þeim fannst mér eins og snara hertist að hálsinum á mér. Það var sú staðreynd að samþykki fyrir birtingunni var ekki fyrir hendi sem var erótísk, þeir fengu mest út úr því að vita að ég vildi þetta ekki.
Þetta er gríðarlega sterkur punktur og ákaflega
niðurdrepandi. Þetta er nauðgunarmenningin í sinni skýrustu mynd. Nauðgunarmenning sem klámvæðingin nærir og
dekrar.
niðurdrepandi. Þetta er nauðgunarmenningin í sinni skýrustu mynd. Nauðgunarmenning sem klámvæðingin nærir og
dekrar.
Á fyrirlestri frá
Jafnréttisstofu kom fram að íslenskir strákar og ungir karlmenn eiga met í klámnotkun. Það er mjög alvarlegt mál. Vinsamlegast kynnið ykkur klámið* sem drengirnir okkar eru að skoða áður en þið komið með klisjuna: "Boys will be boys."
Jafnréttisstofu kom fram að íslenskir strákar og ungir karlmenn eiga met í klámnotkun. Það er mjög alvarlegt mál. Vinsamlegast kynnið ykkur klámið* sem drengirnir okkar eru að skoða áður en þið komið með klisjuna: "Boys will be boys."
Eins og áður sagði þykir mér greinin mjög góð en ákveðin
orðanotkun truflaði mig. Ekki vegna þess að orðanotkun Holten eða þýðandans sé
á einhvern hátt óeðlileg heldur það sem er almenn orðanotkun og er talin
venjuleg.
orðanotkun truflaði mig. Ekki vegna þess að orðanotkun Holten eða þýðandans sé
á einhvern hátt óeðlileg heldur það sem er almenn orðanotkun og er talin
venjuleg.
Ég á sem sagt erfitt með að sætta mig við að karlmenn (já, við erum að tala um karlmenn, deal with it) séu að sinna ,,kynferðislegum“ löngunum sínum með því að vilja niðurlægja konur. Ég myndi vilja telja þetta allt öðruvísi löngun.
Leyfið mér að útskýra:
Við erum væntanlega og vonandi sammála um að nauðgun er ekki kynlíf heldur ofbeldi.
Þá spyr ég núna, hvar eru mörkin?
Kynlíf er eitthvað það frábærasta, yndislegasta og skemmtilegasta fyrirbæri sem til er og nauðgun er skelfileg afskræming þess.
„Kynferðisleg“ löngun hlýtur að vera löngunin til að upplifa
unaðinn sem fylgir kynlífinu. Er nauðgari sem fær það að uppfylla kynferðislega löngun sína og þ.a.l. að lifa kynlífi þótt fórnarlambið upplifi ofbeldi? Eða er nauðgarinn að uppfylla ofbeldislöngun sína?
unaðinn sem fylgir kynlífinu. Er nauðgari sem fær það að uppfylla kynferðislega löngun sína og þ.a.l. að lifa kynlífi þótt fórnarlambið upplifi ofbeldi? Eða er nauðgarinn að uppfylla ofbeldislöngun sína?
Ég myndi vilja líta þannig á, þótt það stríði gegn almennri orðanotkun, að karlmenn sem fá kikk út úr niðurlægingu kvenna séu ekki að sinna „kynferðislegum“ löngunum sínum heldur einhverju allt öðru.
En mér getur auðvitað skjátlast.
*Glærupakki fenginn héðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli