sunnudagur, mars 01, 2015

Blóm í garðinum

Um daginn fór ég í tag-a-long heimsókn með vinkonu minni. Húsið er tiltölulega nýtt svo húsráðandi bauð okkur í skoðunarferð. Í svefnherberginu er innangengur skápur. Þegar ég sé skápinn segi ég umsvifalaust: „Ah, walk-in-closet“  alveg með það á hreinu að þau vissu í hvað ég væri að vísa. Þau vissu það samt greinilega ekki svo ég fór að reyna að útskýra að þetta væri sko, í gamalli bíómynd og... Það útskýrði að sjálfsögðu ekki neitt. Það veit nefnilega enginn um hvað ég er að tala nema litla systir mín.
Ætli það hafi ekki verið frá svona ca. 1995-2005 þar sem við systur vorum báðar (meira eða minna) pipraðar, bjuggum í sama hverfi og deildum kvikmyndaáhuga. Við þóttum og þykjum enn nokkuð líkar svo okkur hefur verið ruglað saman. Eitt sinn vorum við spurðar að því tvisvar sama daginn hvort við værum tvíburar. Við gerðum iðulega grín að því að við værum eins og Patty og Selma systur Marge Simpson og við myndum síðar meir fá okkur íbúð í Spinster City Apartments.



Við systur höfðum sem sagt gaman að því að horfa á bíómyndir og spá og spekúlera í þeim. Ein af þessum myndum var The Client með Susan Sarandon, Tommy Lee Jones og hinum unga Brad Renfro. 
Myndin segir frá ungum dreng, Mark, sem verður vitni að morði, hvernig glæpamennirnir elta hann og lögfræðingurinn Reggie verndar hann og fjölskyldu hans.
Eitt af því sem kemur inn eru draumar mömmunnar sem er föst í fátæktargildrunni:



Í lokin þegar lögfræðingurinn er búin/n að semja um vitnavernd setur hún mjög ákveðin skilyrði:


Roy: Okay... what do you want?
Reggie: You have access to a private jet?
Roy: I do.
Reggie: Send it to Memphis, have it pick up Diane and Ricky Sway, bring them here. The whole family enters the Witness Protection program. Well, how are we doing so far?
Roy: [writing] Nothing I can't live with.
Reggie: The program sets them up with a fair income, and a nice little house. White, with a walk-in closet.
[off Roy's look]
Reggie: Well, write it down. "Walk-in closet."
Roy: [sarcastic] Is "walk in" hyphenated? 
Fyrir okkur systrum varð þessi innangengni skápur tákn raunsæju draumanna og þess að hamingjan felst sennilega ekki í því að bjarga heiminum, frægð eða ríkidæmi. Þetta varð tilvitnun á tímabili. Önnur sagði „walk-in-closet“ og hin vissi nákvæmlega hvað hún meinti.

Við tókum nokkuð góðan sprett yfir kvikmyndasöguna og horfðum að sjálfsögðu á Star Trek myndirnar. Sama dag og ég fór í heimsókn dó Leonard Nimoy sem lék dr. Spock. Í síðasta tvítinu sínu sagði hann:



Þetta bíó-tímabil skrýtnu tvibbana er blóm í garðinum.
LLAP (Live long and prosper.)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...