laugardagur, janúar 24, 2015

,,Tökum umræðuna"

Það koma stundir þar sem ég veit eiginlega ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga. Stundum tilheyri ég „góða fólkinu“* vegna femínískra skoðana minna og stundum tilheyri ég ekki góða fólkinu vegna vægrar (og óvelkominnar) íslamfóbíu sem víbrar stundum í taugakerfinu. Ég hef gert nákvæma grein fyrir henni áður svo ég biðst afsökunar á endurtekningunni en ég má til.
http://racelessgospel.com/tag/talking-about-racism/
Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja hvers vegna það má ekki ræða íslamfóbíu og útlendingaótta sem klárlega kraumar í afkimum þjóðarsálarinnar.
Ég trúi því einlæglega að fái þetta að krauma og grassera í laumi og friði þá magnist það og eflist. Ég trúi því í raun og sann að alltaf sé betra að stinga á kýlum. Að upplýsingar og hreinskiptin umræða sé af hinu góða.
Nú sé ég hins vegar að það er orðið rasistamerki að vilja „taka umræðuna“. Þessu er hnykkt fram innan gæsalappa sem dæmi um rasistamálflutning.
Síðan hvenær er þöggun af hinu góða?


* En ég tilheyri svo sannarlega ekki Góða fólkinu í Góða samfélaginu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...