Fara í aðalinnihald

Er ekki kominn tími til að Tengja?

Það er verið að ljósleiðaravæða Þingeyjarsveit. Stóra kosningaloforð Samstöðu sem Sigmundur Davíð og íbúar sveitarfélagsins borga fyrir. Heimilið á Hálsi ákvað að tengjast. Við höfum undanfarið verið í viðskiptum við Magnavík og erum mjög ánægð með þá þjónustu en ókey, þetta er ljósleiðari.
Það er búið að leggja leiðarann og svo var okkur sagt að það yrði hringt í okkur og þá yrðum við að kaupa okkur þjónustuaðila og Tengir, sem leggur leiðarann, myndi koma og plögga okkur í samband. 
Fyrir síðustu mánaðarmót er hringt í okkur og tilkynnt að við getum keypt keypt okkur þjónustuaðila. Við erum í viðskiptum við Símann svo ég hringi þangað og kaupi Heimilispakkann. Í kaupbæti og af því að það eru að koma jól fæ ég einhvern karakkapakka til reynslu í desember. Ljómandi, krökkunum leiðist það ekki. Ég reyni að hringja í Magnavík en næ ekki í hann. Þar sem ég veit ekki alveg nákvæmlega hvenær þeir koma þá ákveð ég að áskriftirnar verði bara að skarast.
Núna er kominn 13. desember og mennirnir eru ekki enn mættir til að tengja okkur. Samt er meira en vika síðan að vinkona mín sem býr skammt frá var tengd. Svo frúin hringir:"Já, góðan daginn. Þið hringduð fyrir mánaðamótin og sögðuð okkur að kaupa þjónustu og þið eruð ekki enn komnir."

"Já, sko við hringdum í alla svo allir væru klárir og svo tengjum við hjá þeim sem panta fyrst"'
"Sniðugt, svo allir pöntuðu strax svo sumir þurfa bara að bíða?"
"Nei, það pöntuðu nefnilega ekki allir strax svo þess vegna þarf að bíða"
"Ég pantaði strax. Af hverju þarf ég að bíða?"
"Það er ekkert hægt að tengja bara svona hist og her. Það þarf að vera smá uppsöfnun."
"Þú varst enda við að segja að þeir sem pöntuðu fyrst yrðu tengdir fyrst."
"Já."


Viðmælandi minn tilkynnti mér líka að þeir kæmu líklega í næstu viku, þeir hefðu líka bara lofað að tengja fyrir jól. Þannig að ég sé fram á að tengjast 23. desember.
Ég skil að þetta skarist, ég næ því. Ég skil líka að það sé betra að fólk sé tilbúið þegar þeir koma. Það er á allan hátt betra fyrir fyrirtækið. Það er ekkert sérstaklega gott fyrir kúnnann. Nú er ég í þeirri stöðu að borga áskrift sem ég get ekki notað, með fríðindi sem ég get ekki notið. Eins undarlega og það kann að hljóma þá er ég ekkert sátt við það.
Uppfært 14. des.
Ljósleiðarinn er tengdur😏

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti