Hrós til sveitarstjórnar

Jæja, þá rann upp sá dagur.

Ég verð að viðurkenna að mér leist ekkert á fréttina hjá 641.is um fyrirhugað útboð um ljósleiðaravæðingu Þingeyjarsveitar. Ég óttaðist mismunun gagnvart íbúum, bæði varðandi kostnað og tíma, þ.e. að við Kinnungar og jafnvel Bárðdælingar mættum eiga von á að bíða lengur og borga meira. 

Í gær var tillagan svo lögð fram og kemur þá í ljós að meirihlutinn vill hafa ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins í einum pakka. Mismununarótti minn er snöggtum minni.

Það ber að þakka það sem vel er gert og geri ég það hér með.



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir