Tæknifrúin: PDF skjöl

Við kennarar þekkjum það vel að ljósrita greinar eða aðra texta fyrir nemendur. Iðulega er svartur rammi í kringum skjalið og blekeyðslan skelfileg þegar stór bunki er ljósritaður.
Nú í seinni tíð skönnum við textann inn og deilum með nemendum á netinu og komum þannig í veg fyrir pappírs- og blekeyðslu. Hins vegar eru skjölin stundum skökk og jafnvel á hliðinni þegar skannað er upp úr A5 skjölum. Það er hægt að snúa skjalinu (hægrismella, rotate) í tölvunni en það er erfitt að vista það þannig, alla vega í ókeypis Acrobat reader.
Mér leiddist þetta óskaplega og eins og alltaf var til lausn á netinu. Ég prófaði ýmislegt en það forrit sem ég er ánægðust með heitir PDFescape. Á þessari síðu hleð ég inn skjalinu og svo get ég snúið síðunum, rétt þær af, hvíttað yfir svarta rammann og/eða verkefni sem ég tel óþörf í það skiptið. Svo vista ég skjalið og hleð því niður.

Ef ég vil sameina PDF skjöl eða "splitta" þeim þá þarf ég að nota annað forrit. Yfirleitt leita ég bara í hvert skipti "split PDF" eða "merge PDF". Ég nota oft þessa síðu. Þið sjáið að hún býður líka upp á "convert" sem er þægilegt að hafa við hendina. Stundum eru nemendur með önnur ritvinnsluforrit en Word. Ég nota að vísu alltaf Zamzar síðuna en það er bara smekksatriði.

Það er til hellingur af ókeypis forritum á netina og um að gera að leita bara og fikta sig áfram. En útrýmum endilega svörtu römmunum!


Dæmi um scan.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir