Stéttarfélag kennara bregst umbjóðendum sínum

Eins og áður hefur verið greint frá á þessari síðu sendi ég fyrirspurn á Ólaf Loftsson formann Félags grunnskólakennara í ágúst síðastliðnum. Fyrirspurnin snerist um hvort Þingeyjarskóla hafi borið að auglýsa starf teymisstjóra og myndmenntakennara við skólann en hvorirtveggja voru ráðnir við skólann fyrir skólaárið 2015-2016.  Báðir sinna enn stöðum sínum sem heldur hafa tútnað út.
Samskiptin voru nokkuð harðorð af beggja hálfu en enduðu með því að Ólafur sagðist ætla að setja lögfræðing félagsins í málið.
Eins og áður sagði óskaði ég eftir niðurstöðu úr úttekt lögfræðingsins í október síðastliðnum. Enn hefur ekkert svar borist.

25. janúar síðastliðinn ákvað ég að reyna aftur og sendi afrit af fyrirspurninni til Þórðar Hjaltested formanns KÍ,  Önnu Rósar Sigmundsdóttur lögfræðings KÍ og Hermanns Aðalsteinssonar ritstjóra 641.is. Ég sendi með afrit af samtali okkar Ólafs ef hann væri búinn að gleyma að hann hafði sagt beinum orðum að hann ætlaði að láta lögfræðing félagsins skoða málið. Enn hefur ekkert svar borist.

Krafan sem ég er að gera er sú að hann standi við orð sín. Hann sagðist ætla að biðja lögfræðinginn að skoða þetta.
Ef lögfræðingurinn hefur skoðað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að allt sé í lagi með vinnubrögðin þá er eðlilegt að svara því til og rökstyðja.

Mér dettur ekki í hug nema ein skýring á þessari þögn og hún er sú að Félag grunnskólakennara ásamt formanni og lögfræðingi KÍ séu að hylma yfir eitthvað.


Ólafur Loftsson (2. f..h.) undirritar samninginn sem inniheldur
m.a. klausu um auglýsingaskyldu starfa.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir